Örvitinn

sjónvarpsstofa

Í dag lauk ég við að rífa niður gluggalausa herbergið á neðstu hæðinni en verkið hófst síðasta Sunnudag. Þetta var skemmtilegt puð.

rifa_vegg02.jpg

Ætlunin er að hafa sjónvarpsstofu þarna. Hornsófinn, sjónvarpið, skrifborðið og tölvan fara niður. Ef allt gengur upp ætla ég að setja upp heimabíó, myndvarpa og tjald. Næsta herbergi (rauða herbergið með litla glugganum) verður svo leikherbergi fyrir stelpurnar. Þar fá þær að hafa dótið sitt og geta dundað sér í friði.

Þetta herbergi er ansi stórt eftir þessar aðgerðir, væntanlega svona 40-50fm. Eina vandamálið sem þarf að leysa áður en við förum niður er að leggja sjónvarps og tölvulagnir. Þarf væntanlega að fá rafvirkja í það verk og borga morð fjár.. en það verður bara að hafa það. Við eigum málningu frá því við fluttum inn og ætli við slettum henni ekki á í vikunni. Gólfið höfum við óbreytt, teppið er ekki fagurt en það dugar.

Flytjum svo Áróru niður á aðra hæð þegar sjónvarpsstofan er komin í gagnið og svo fær Inga María herbergi á efstu hæðinni.

Við búum í dáldið stóru húsi :-)

dagbók
Athugasemdir

Regin - 04/11/02 08:38 #

Ég sé að karlinn náði "new low" um helgina 85. kg. Þú ert bar að hverfa!

Óli - 04/11/02 09:36 #

Ég sé að þarna er komin vísir að félagsheimili fyrir kvennfélagið Þórhildi, bara hafa bar í einu horninu, súlu á miðju gólfinu og þá er ekkert að vanbúnaði til að halda fundi.

Matti Á. - 04/11/02 09:39 #

Varðandi þessa lágu tölu á laugardaginn skýrist hún að öllu leiti með því að ég var á fylleríi kvöldið áður og eyddi góðri stundu á postulíninu á laugardagsmorgninum áður en ég vigtaði mig :-)

En þetta er samt "new low" og styttist í að ég sjái 84 á vigtinni (einhverri vigt, einhvern tíman) :-P

Að sjálfsögðu mun þetta bæta aðstöðuna fyrir kvenfélagið enda verður komin forsenda fyrir því að hittast þó stelpurnar séu heima. Súlunni hljótum við að geta reddað á góðu verði nú þegar búið er að loka öllum búllunum

Eggert - 04/11/02 23:42 #

Er búið að loka búllunni í Kópavogi líka?

Matti Á. - 05/11/02 11:41 #

Nei Goldfinger er víst eini starfandi búllan á Íslandi í dag. Ætli það sé langt í að Kópavogsbær loki ekki hjá þeim.. tja það gerist ekki meðan Gunnar Birgisson stjórnar. Megi hann stjórna sem lengst, bara útaf því, þó hann sé fífl að öllu öðru leiti.