Örvitinn

Silfur Egils

Helgi Hjörvar fer í taugarnar á mér. Ekki bara vegna þess að ég er ekki sammála honum í flestum atriðum heldur vegna þess að hann beitir ótrúlega lúalegum aðferðum í rökræðum.

Uppfært 22:30
[Skondið að sjá að Sigurður Kári er farinn að lesa upp úr flokkslínunum í stað þess að hafa sjálfstæðar skoðanir]

Björn Bjarnason og Össur Skarphéðinsson eru báðir asnar.

"Við eigum að fara í Evrópusambandið til að fá evrópuverð á matvælum" segir Össur og Björn svarar "við þurfum ekkert að fara í Evrópusambandið, kaupmenn geta bara ákveðið verðið" eða eitthvað í þá áttina.

Báðir vita þeir fullvel að það er pólitísk ákvörðun að halda uppi háu matarverði á Íslandi. Það væri hægt að leggja niður tolla á landbúnaðarafurðir á morgun og láta bændur éta það sem úti frýs. Afnema einokun og auka frelsi.

En þeir hafa báðir hag af því að ljúga.

Mér leiðast þessar umræður um skipulagsmál.

Andri Snær Magnason rithöfundur mættur í spjall, missti af byrjuninni og ætla að skipta yfir á fótboltann. Dæmið meö fjölskylduna sem fer yfir straumhörðu ána er vont, agalega vont.

pólitík
Athugasemdir

Regin - 15/12/02 18:03 #

Koma svo Liverpool snúa vörn í sókn :)

Eggert - 16/12/02 14:31 #

Össur er hálfviti, hef ég einhvern tímann sagt það?
'Fólk sem gagnrýnir flokkinn ætti að athuga skoðanakannanir, fylgi Samfylkingarinnar hefur aldrei mælst meira.'
'Ég og minn flokkur styðjum Kárahnjúkavirkjun.', í ræðustól á þingi. EFTIR að tveir aðrir þingmenn í Sf. hafa lýst sig andsnúna.

Hann er voðalega upp með sér að vera formaður stjórnmálaflokks en hann er bara asni. Hann hefði aldrei orðið formaður hefði Margrét Frímannsdóttir ekki fengið einhverja svaka pest. Guð einn veit hvað væri þá í gangi, ætli Samfylkingin væri þá ekki komin í krossferð gegn eiturlyfjum á Suðurlandi og fyrir hagsmunum fangavarða og lögregluþjóna.