Örvitinn

blekking og þekking

Blekking og þekking er ein besta bók sem ég hef lesið. Rakst á hana fyrir algjöra tilviljun í Bókhlöðunni fyrir tveimur árum, hef ætlað mér að leita að henni í fornbókabúðum en hef ekki enn stigið fæti inn í slíka verslun.

Hér hef ég eitt ágætt áramótaheiti. Kaupa mér eintak af bókinni Blekking og þekking eftir Níels Dungal.

ps. Það er nú illa gert af Birgi að ráðast svona á gamlan góðhjartaðan Nasista ;-)

Uppfært 19:28
Ég var einu sinni að velta því fyrir mér hversu mikið mál væri að gefa þessa bók út aftur. Væntanlega eiga erfingjar Níels höfundarrétt, hugsanlega einhver útgáfa. Svo þyrfti að koma þessu á tölvutækt form, það er reyndar ekki mikið mál í dag. Bara spurning um að skanna þetta inn og lesa svo vel yfir. Svo kostar ekkert mjög mikið að prenta nokkur hundruð eintök, sérstaklega ekki í ódýru broti. Ég geri ráð fyrir að öll vinna yrði unnin í sjálfboðavinnu, þannig að þetta myndi bara snúast um prentkostnað.

Ég þarf að spyrja Jörund út í þetta í afmælinu hennar Kollu næsta Sunnudag.

Auðvitað er þetta eitthvað sem samtök eins og Siðmennt gætu gert ef þau ættu pening, þ.e.a.s. ef Siðmennt fengi sömu stöðu og trúfélög. En þangað til hlýtur að vera vert að skoða hvort ekki sé hægt að framkvæma þetta hjálparlaust.

bækur
Athugasemdir

birgir.com - 01/01/03 22:44 #

Er einmitt búinn að vera að pæla í hvort ekki væri rétt að endurútgefa Dungal ásamt þýðingum á Barker og Ingersoll. Væri til í að vinna að því hörðum höndum í hugsjónaskyni.

Gáðu hvað Jörundur segir, en annars eigum við líka hauk í horni þar sem Gísli í Ormstungu er.

Matti - 01/01/03 23:26 #

Ég fæ Jörund til þess að fræða mig um útgáfumál, hver prentkostnaður er, hvernig staðan er varðandi útgáfu og höfundarétt og fleira.

Ég sé þetta einungis fyrir mér sem hugsjónarstarf þar sem ég er ekki mjög bjartsýnn á að hægt sé að selja upp í kostnað.

En svo datt mér skyndilega eitt í hug.

Kristnihátíðarsjóður :-)

ps. athugasemd þín kom tvisvar inn, ég laga það bara, en þetta er náttúrulega það sama og er að gerast á strikinu. Á servernum mínum leit þetta út eins og þú hefðir þrisvar ýtt á senda. Spurning hvort það séu einhverjar skrítnar stillingar á browsernum hjá þér eða einhver óþægur proxyserver á milli þín og netsins. (hef annars ekki hugmynd, er bara að skjóta út í loftið)

Regin M. - 02/01/03 14:39 #

Ég þarf greinilega að lesa þessa bók. Ég man eftir að hafa lesið grein í lesbók Moggans, fyrir nokkru, um Níels Dungal. Mig minnir að í þeirri grein hafi verið talað um að Biskup hafi skrifað bók eða greinar þar sem bók Nielsar hafi verið pakkað saman meira og minn. Niðurstaðan var sú að Níels hafi hætt sér inn á svið þar sem þekking hans var takmörkuð. Hafið þið félagar lesið e-ð af þessum athugasemdum Biskups?

Matti - 02/01/03 15:00 #

Í opnu bréfi Birgis til Biskups sem ég vísa í fremst í þessari dagbókarfærlsu fjallar hann aðeins um þessa gagnrýni.

Kjarni þess sem Birgir segir er að fullyrðingin um að Níels hafi hætt sér inn á svið þar sem þekking hans var takmörkuð er engum rökum studd. Ekki er sýnt fram á hvar Níels hafði rangt fyrir sér, heldur einungis fullyrt að hann viti ekki hvað hann er að segja.

Ég held að það efist enginn sem les bókina um þekkingu Níels Dungal á þessu efni. Biskup (og öll hans ætt) eru andlegir dvergar við hlið hans)