Örvitinn

kristniboðar

Sáuð þið viðtalið við Kristniboðana í Sunnudagsmogganum? Eitthvað ungt par á leiðinni til Afríku til að hjálpa villutrúarmönnum.

Ég veit ekki af hverjum en mér þykir þetta beinlínis ógeðfellt.

Vestrænt fólk mætir á fátækustu svæði heims og hjálpar fólki (sem er gott). Íbúarnir treysta þeim og trúa því augljóst er að þetta er gott fólk (þar sem það hefur hjálpað þeim).

Svo heldur þetta Kristniboðalið að það sé að bjarga fólki frá einhverri villutrú, algjörlega ómeðvitað um að fólkið er að fara úr öskunni í eldinn.

Af hverju finnst mér eins og Kristið fólk sé alveg ófært um að hjálpa fólki án þess að hafa einhvern annan (og verri) tilgang með því en bara að hjálpa fólki? Er þetta ekki bara sjálfshjálp. Auka veg Kirkjunnar, fá fleiri meðlimi og þar með meiri völd?

Æi, mér þótti þessi frétt um Kristniboðana bara viðbjóður.

dagbók
Athugasemdir

Skúli - 07/11/03 17:28 #

Já, en þeir eru nú margir sem tekið hafa kristna trú sem bera því vel söguna og nefna ýmislegt því til staðfestingar.

Boðskapur kristninnar er t.a.m. á þá leið að náttúran og heimurinn sé sköpun Guðs og þ.m. ekki ill í eðli sínu. Í hugarheimi margra sem búa á þessum slóðum eru óhreinir andar í hverju tré og þeir lifa í ótta við náttúruna og þau öfl er þar búa.

JBJ - 08/11/03 19:51 #

Er ekki tilvalið þá að senda aftrúarboða?