Örvitinn

fjandinn hafi það

Ekki gengur aðhaldið vel, helvítis skyndibitaát. Hvar er sjálfstjórnin eiginlega?

Fór í World Class í morgun og tók ágæta æfingu. Það er samt nokkuð langt liðið síðan ég hljóp sex kílómetra síðast. Bölvað vinnuálag.

Ég er nú ekkert sérlega spenntur fyrir stríði í Írak en í hvert sinn sem einhver friðarsinni fullyrðir að þetta snúist "eingöngu um olíu" verð ég afskaplega pirraður. Þetta er ekki svona einfalt.

Hér eru vísanir á tvær ágætar greinar.

Why we should go to war
Why the Left is wrong on Saddam

Fleiri greinar:
An Unnecessary War

Annars verður maður að fara varlega með svona hluti. Fólk er óskaplega fljótt að grípa það sem maður segir og taka það úr samhengi. Sérstaklega í svona viðkvæmum málum, flestir sjá engan tilgang með því að rökræða þessi mál og draga sjálfkrafa þá ályktun að maður hljóti að vera ósammála þeim þar sem maður vill ekki samþykkja eitthvað gagnrýnislaust.

Ég held að þeir sem eru hvað mest á móti stríði við Írak eigi við sama vandamál að stríða og þeir sem eru hvað mest á móti virkjunaráformum (enda kannski að stórum hluta sama fólkið). Vandamálið er að þau eru að klúðra málstaðnum vegna þess að þau missa sjónar á bestu rökunum. Ég hlusta á rökstuðning þeirra og hugsa, fyrst rökstuðningur þeirra er svona lélegur getur þá verið að málstaður þeirra sé bara svona lélegur. En ég veit betur, málstaðurinn er góður.

dagbók pólitík
Athugasemdir

Matti Á. - 04/02/03 12:47 #

Áhugaverð grein.

Ég ítreka að ég er ekki búinn að gera upp hug minn í þessu máli og það er ekkert víst að ég geri það.