Örvitinn

ef ég hefði tíma

Myndi ég bruna í Smáralind til þess að horfa á kraftaverkakarlinn messa. Djöfull held ég að það sé fyndið. Eða hvað, gæti verið að það sé bara sorglegt að horfa á fólk hreinlega kasta frá sér skynseminni?

Það væri að minnsta kosti hægt að taka fullt af myndum.

En ég hef ekki tíma.

efahyggja
Athugasemdir

Nscrd - 05/02/03 10:02 #

Þú þyrftir að bruna í Smáralindina! Ég get sagt þér það með alveg 100% vissu að hvort sem þú trúir því sem fram fer eða ekki, þá muntu að minnsta kosti hafa eitthvað til þess að hugsa um eftir samkomuna.

Í gær var fjöldi fólks samankominn. Fyrir allflesta var þetta fyrsta trúarsamkoman sem þeir fóru á og því voru flestir mjög vantrúaðir. En það stoppaði Guð ekki. Fullt af lömuðu fólki stóð upp úr hjólastólunum og gekk.

Eins og ég lít á þetta þá eru tveir möguleikar. Annaðhvort er þetta sannleikur, maðurinn trúir á Guð og læknar fólk með orði hans.

Eða þessi maður er trúlaus. Hann væri þá illskan uppmáluð. Því hann væri þá til í að ljúga að fólki og gefa því falska von, m.a. með því að segja því að ástvinir séu læknaðir heima fyrir og því um líkt. Hann hefur þá fjöldan allan af fólki í vinnu við að ljúga með sér. Ca. helmingurinn (eða jafnvel meira) af öllu fólkinu sem var þarna læknaðist af einhverju. Það væri þá sá helmingur sem var að vinna fyrir hann. Fólkið í hjólastólunum hefur þá verið að undirbúa sig í einhver ár að láta vöðvamassann í fótunum minnka til þess að verða trúverðugri. Margir sem læknuðust voru kristnir og því þyrftu þeir að fara á skjön við allt það sem Biblían boðar til þess að vinna fyrir hann. Hann hefur þurft að muna eftir öllu starfsfólki sínu á öllum samkomunum, því hann bendir oft bara eitthvert út í salinn og læknar þá. Hann þyrfti þá líka að gera ráð fyrir að enginn annar en sá sem er að vinna fyrir hann biðji um lækningu því engum er vísað frá.

Ég bið þig bara, þín vegna, að kíkja í Smáralindina í kvöld. Þú munt ekki sjá eftir því!

Fjöldi fólks sem ekki hafði játað Krist sem frelsara sinn áður gerði það í gær, eftir að sjá kraftaverkin.

Ég bið til Guðs að þú munir velja rétt. Guð blessi þig!