Örvitinn

er stríð stundum réttlætanlegt ?

Á einhvern undarlegan hátt er umræðan farin að snúast um mínar pólitísku skoðanir :-)

"Matti, það eru m.a. svona sjónarmið eins og þín sem búa til stríðin í heiminum. Það voru svona sjónarmið ("það er allt í lagi að drepa fullt af saklausu fólki ef *ég* trúi því að árásin þjóni stærri tilgangi") sem hryðjuverkamennirnir notuðu til að réttlæta árásirnar á WTC og Pentagon í hitteðfyrra. en þú áttar þig væntanlega á því."

Ég stend við fullyrðingu mína (enda held ég að hún sé afskaplega hógvær ef hún er metin af sanngirni)

Sumir eru þeirrar skoðunar (þar á meðal ég) að stundum sé stríð betri valkostur en aðgerðarleysi. Jafnvel þó óhjákvæmilega muni það kosta eitthvað mannfall saklausra borgara.

Það er ekki þar með sagt að ég styðji stríð í Írak. En ég held að fyrirvarinn sem ég setti við þessa pælingu eigi vel við núna.

"Annars verður maður að fara varlega með svona hluti. Fólk er óskaplega fljótt að grípa það sem maður segir og taka það úr samhengi. Sérstaklega í svona viðkvæmum málum, flestir sjá engan tilgang með því að rökræða þessi mál og draga sjálfkrafa þá ályktun að maður hljóti að vera ósammála þeim þar sem maður vill ekki samþykkja eitthvað gagnrýnislaust."

18:00
Enn heldur umræðan áfram.


Ég tel að valdi eigi bara að beita í ítrustu neyð. Sjálfsvörn er dæmi um slíkt. Bretar og Bandaríkjamenn hafa ekkert með það að fara með morðum og drápum í erlendum ríkjum - sama hvað þeim er illa við þá sem þar búa. Slíkur stríðsrekstur er bara ofbeldi og villimennska.

Með öðrum orðum, þá virðumst við Már vera sammála um að "stundum sé stríð betri valkostur en aðgerðarleysi"

pólitík
Athugasemdir