Örvitinn

sólarhringurinn kominn í rugl

Kom heim úr vinnunnni rétt fyrir fimm í nótt og svaf til hádegis.

Ég er ekki að fíla þetta næturbrölt, gerir það að verkum að maður mætir seint daginn eftir og hittir fjölskylduna sama og ekki neitt.

Vonandi get ég hætt snemma í dag (fyrir tíu) og komið einhverju lagi á þetta. Hef samt á tilfinningunni að ég þurfi að vera hér framundir morgun.

Ég þarf að komast í ræktina og ég þarf að raka mig :-|

dagbók
Athugasemdir

Eggert - 03/03/03 14:03 #

Þarftu að komast í ræktina? Er þetta nú ekki orðið að fíkn hjá þér Matti? :)

Annars er þetta næturbrölt öðruvísi hjá mér. Ég fer yfirleitt alltaf á fætur á sama tíma, sem gerir það að verkum að á morgnana er ég dauðþreyttur og óskemmtilegur. Sem betur fer henti konan mér í vinnuna í morgun áður en ég náði að valda einhverjum skaða með leiðindum :) Svo „tekst“ mér yfirleitt að dotta í svona hálftíma á kvöldin þegar ég svæfi Auði, og fer svo að vinna aftur.