Örvitinn

dagbókarþvaður - frestun á EVE

Svaf tíu tíma í nótt, alltof mikið. Gyða hélt ég hefði farið mun seinna að sofa en raun var og var því ekkert að vekja mig fyrr en um ellefu.

Æfing með Henson í kvöld, æfingarleikur á gervigrasinu ásvöllum á föstudagskvöld. Merkilegt með þann völl að þar er afskaplega vindasamt, vonandi verður logn á föstudag.

Á starfsmannafundi í dag var tilkynnt um frestun á útgáfu leiksins. Ég hef svosem ekkert um það að segja.

Ef þið viljið komast inn í beta test hóið þá í mig. Bara spurning um að vera með windows vél með þokkalegu skjákorti (GForce, Radeon). Við þurfum að ná 2000 manns inn á föstudag.

Davíð heldur upp á þrítugsafmælið sitt 29. næstkomandi. Á afmæli daginn eftir. Nú þarf að fara að slá saman í gjöf handa stráknum. Helst eitthvað ódýrt og ómerkilegt. Spurning um að kíkja í Kolaportið.

dagbók
Athugasemdir

JBJ - 05/03/03 21:29 #

Ætli GeForce 4 meiki þetta ekki þá? :)

J. - 05/03/03 22:47 #

Dugar matroxið mitt þá ekki? Jafnvel þótt ég verði að sætta mig við 15fps? :Þ

Matti Á. - 05/03/03 23:31 #

GeForce 4 svínvirkar :-) Er með slíkt kort í vélinni í vinnunni og spila leikinn í 1600x1200 leikandi létt. Er svo reyndar með GForce2 GTS á PIII 600 heima og það er að virka nokkuð vel þannig að það þarf enga ofurvél í þetta.

Það fer eftir því hvernig matrox kort það er. Við höfum verið að spila leikinn á matrox parhelia korti á þremur skjám í CCP. Kemur ansi vel út. Veit ekki hvernig staðan er á því núna eftir að við skiptum yfir í DirectX9.0 ekki víst að það sé supportað akkúrat núna.

En ef kortið styður hardware Transfrom og lightning þá ætti EVE að virka á því.

JBJ - 07/03/03 13:07 #

Þetta hljómar spennandi, er með P4 1700, 512MB og GeForce4 64mb í vinnunni en svo P3 366, 128MB og GeForce2 32mb heima... hóaðu ef þig vantar mann :p

Matti Á. - 07/03/03 13:14 #

Skráði þig inn í beta hér og sendu mér svo notendanafnið sem þú valdir þér.

Ég sé svo til þess að þú komist strax inn í betað og þá ættir þú að geta downloadað leiknum og loggað þig inn um leið og serverar eru komnir upp aftur síðar í dag (það er verið að uppfæra servera í London)

Einar - 07/03/03 16:06 #

Ég vill gjarnan vera með í gjöf handa Davíð, ef þið sláið saman í eitthvað. Væruð þið til að láta mig vita þegar eitthvað fer að gerast í gjafakaupum ?

Matti Á. - 07/03/03 16:21 #

Ekkert mál Einar, sendi á þig póst þegar við förum að spá í gjöf.