Örvitinn

blaður

Spilaði EVE í gærkvöldi og hafði gaman af. Leikurinn er farinn að taka á sig meiri mynd og ég var farinn að fá Privateer fílinginn. Komst að þeirri niðurstöðu að leikurinn verður stórkostlegur en ég er hugsanlega ekki hlutlaus.

Tek frí í vinnunni í dag, er samt búinn að skila nokkrum tímum heima... en það telst víst ekki með. Betra að mæta í vinnunna, hanga þar á nóttunni og sofa í sófanum á daginn!

Fyndið að sjá hve sumir bloggerar eru duglegir við að drulla yfir vinnufélaga sína á opinberum vettvangi. Sérlega skemmtilegt þegar þessir sömu aðilar eru svo gríðarlega lausir við fordóma að þeir vilja helst ritskoða þá sem fordóma hafa. En fordómar eru víst ekki fordómar nema þeir beinist í réttar áttir.

Ég fordómafullur.... að sjálfsögðu.

Aðrir lesa Foucault og þykir mikið koma til, vitna í texta meistarans sem er algjörlega óskiljanlegur. Enda er það móðins og þykir sérlega gáfulegt hjá póst módernistum að skrifa óskiljanlegan texta.

Ég mæli frekar með Alan Sokal.

22:15
Nei ég var ekki með Birgi í huga þegar ég nefndi suma bloggara hér fyrir ofan heldur annan sem ég ætla ekkert að linka á. Sá talar vægast sagt illa um íslenskan vinnufélaga sinn. Gerir lítið úr gáfum hans og talar niður til hans. Ég hefði bara haldið að slíkt væri ekki vænlegt í litlu samfélagi. Maður veit aldrei hver les rausið sem maður lætur út úr sér og því held ég að það sé ekki vænlegt að lýsa fordómum í garð samstarfsmanna sinna í dagbókinni sinni.

Ég hef ekki hugmynd um hvort einhverjir samstarfsmenn mínir aðrir en Eggert lesa þetta bull í mér. Ekki að að færi einhvern tíman að tala illa um samstarfsmenn mína í CCP enda eru þetta allt hógværir snillingar.

Auk þess hef ég ekki orðið var við að Birgir drulli yfir síma samstarfsmenn.

dagbók
Athugasemdir

birgir.com - 09/03/03 17:54 #

Get ekki að því gert að taka þetta til mín, enda nýbúinn að drulla yfir Harry greyið :) En þú vildir kannski segja mér hvaða fordóma nákvæmlega ég hef viljað ritskoða? Ertu að tala um hálfkæringsuppástungu mína um að trúboð verði skilgreint sem hryðjuverk eða hef ég látið eitthvað annað vafasamara út úr mér og bælt það svo niður í minni mínu jafnóðum?

Matti Á. - 09/03/03 20:09 #

En þessu var alls ekki beint til þín Birgir :-) Ég hika ekki við að linka á þig ef ég þarf eitthvað að skjóta á þig :-P

Ég var að hugsa um annan annálaskrifara sem kennir vinnufélaga sinn við klósettferðir og virðist líta afskaplega mikið niður á hann og gáfnafar hans. Ég vildi bara ekki vera að linka á hann því þá væri hætta á því að ég væri sakaður um að snúa úr orðum hans. Ég satt að segja tengdi þetta ekki við þín skrif um þína vinnufélaga enda fór ég fyrst að hugsa um hvað gerðist ef þeir sem drullað er yfir færu nú að lesa þessi skrif. Tel litla hættu á því í þínu tilviki.

Ritskoðunartalið var nú útúrsnúningur, svona til að halda þessu í sama farinu ;-) Reyndar saga á bakvið það en ég nenni ekki að rifja það upp.

Annars var rætt um bókarútgáfu í kaffinu í dag, meira um það í tölvupósti síðar í kvöld.