Örvitinn

mansal

Er ekki verið að blanda saman tveimur ólíkum hlutum í þessari frétt ?

Er ekki munur á því að smygla fólki milli landa sem fer sjálfviljugt og því að smygla fólki sem ekki fer sjálfviljugt ?

Er mansal ekki bara hið síðara ?

Eftir gildistöku nýrra útlendingalaga um áramótin liggur allt að 6 ára fangelsisrefsing við mansali. Í 56. grein laganna er talað um að reka í hagnaðarskyni skipulagða starfsemi til að aðstoða útlendinga við að koma ólöglega til landsins eða fara til annars ríkis. Áður var refsingin vægari og lögin talsvert öðruvísi.

Snýst umræðan um mansal þá bara í rauninni um harðari viðurlög við ólöglegum innflytjendum?

Ég hélt að mansal væri eitthvað allt annað.

pólitík
Athugasemdir

Eggert - 28/03/03 10:21 #

Ég hélt mansal væri bara kynlífsþrælasala? Á konum? 'Man' þýðir jú kona. Þetta er meira 'maður að aðstoða flóttamenn við að smygla sér inn í bananalýðveldi'

Matti Á. - 28/03/03 10:30 #

Akkúrat það sem ég hélt líka. Að minnsta kosti "sala" á fólki. Ég get ekki séð að það sé verið að selja fólk þegar verið er að hjálpa því (gegn greiðslu) að smygla sér inn í land.

Áslaug - 16/04/04 14:43 #

Verknaðarlýsing við mansal og smygl á fólki er í grunnatriðum sú sama: Þriðja aðila er greitt fyrir að aðstoða fólk við að fara ólöglega yfir landamæri. Fólk getur ferðast sjálft eða með milligöngu og/eða aðstoð þriðja aðila. Munurinn á smygli á fólki og mansali felst hins vegar aðallega í því að þegar um smygl er að ræða þá greiðir sá sem er smyglað eina upphæð fyrir aðstoðina og hann er upplýstur um hvað hann er að gera. Í mansali þá greiðir "fórnarlambið" mun hærri fjárhæð og yfir lengri tíma - oft í gegnum nauðungarvinnu þegar á áfangastað er komið. Talið er að fjárhæðin nema oft á tíðum 50-60 földum árslaunum. Fórnarlamb mansals gerir sér sjaldan grein fyrir örlögum sínum og er háð glæpahringjum þeim sem skipuleggja mansalið. Fórnarlömb mansals eru einnig oftast mun yngri heldur en þeir sem fara í gegnum smygl. Mansal er refsivert í 227.gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Í þeirri grein er lögð refsing við því að notfæra sér mann kynferðislega eða til nauðungarvinnu eða til að nema brott líffæri hans.

Kv. Áslaug