Örvitinn

Rafmagnslaust á morgun - uppsetning á linux

Rafmagnið verður tekið af CCP á morgun, verið að leggja nýjar rafmagnsleiðslur í götuna. Þetta veldur því meðal annars að við neyðumst til að taka okkur frí á morgun! Skrítinn laugardagur það.

Grillveisla og fyllerí í höfuðstöðvunum í kvöld í tilefni þess. Ég segi pass í þetta skiptið.

Annað og verra mál er að sökum rafmagnsleysis mun þessi litli server liggja niðri en hann er búinn að keyra í 175 daga án þess að hiksta.

Enn hef ég ekki lagað stillingar á vélinni þannig að hún komist almennilega upp sjálfkrafa. Hef nefnilega ennþá lært jafn lítið á linux og ég kemst upp með. Það sem ég þarf að gera er að bæta eftirfarandi í startup script:


Ég leitaði á sínum tíma að leiðbeiningum um hvernig ætti að gera þetta í redhad7.2 en fann bara leiðbeiningar sem miðuðu við gluggaviðmótið. Ef ég vildi gluggaviðmót á serverdrusluna mína hefði ég bara skellt NT á hana ;-) Það eina sem mig vantar að vita er í hvaða skrám ég á að fikta.

Er satt að segja ekki alveg nógu ánægður með þær leiðbeiningar sem ég hef fundið hingað til.

Semsagt, annað kvöld þarf ég að koma hér við og sparka servernum í gang aftur.

tölvuvesen
Athugasemdir

Eggert - 04/04/03 13:02 #

geturðu ekki bara troðið þessu öllu inn í /etc/rc.d/rc.local? Ég held það sé það sem ég gerði.

Matti Á. - 04/04/03 13:04 #

hmm. spurning um að prófa það.

Oddur Snær - 04/04/03 14:39 #

keyrðu upp ntsysv og kveiktu þar á mysqld servisinu, þar geturu einnig slökkt og kveikt á þeim servisum sem þú vilt að vélin kveiki á í startupi.

Matti Á. - 04/04/03 14:54 #

Kærar þakkir, þetta handhæga tól hafði ég aldrei heyrt um áður. Eflaust segir það meira um það hve lítið ég hef leitað en það er nú annað mál :-)

Jæja, mysql mun nú starta ssh var inni fyrir, ég held að default host komi rétt upp eftir að ég setti inn vísun í rc.local. Þá er bara spurning um eldvegginn, held ég hafi náð að setja það upp með webmin um daginn þannig að hann eigi að koma aftur upp í ræsingu. En vélin verður a.m.k. ekki mjög lengi uppi án eldveggs og ég keyri engar óþarfa þjónustur. Spurning um að ég slökkvi á wu-ftp þar til ég er viss um að eldveggur virki.