Örvitinn

í vitlausu liði

Er ég alltaf að rökræða á sama hátt aftur og aftur?

Efnið breytist en aðferðin er alltaf nákvæmlega sú sama.

Ég er eiginlega orðinn dáldið þreyttur á þessu, spurning um að fara bara að halda kjafti.

Sérstaklega vegna þess að það skiptir yfirleitt engu máli hvað maður segir, hvort maður hefur rétt fyrir sér eða ekki. Engu máli skiptir hversu hógvær maður reynir að vera í rökdeilum.

kvabb
Athugasemdir

Lubbi Tíkarson - 10/04/03 23:03 #

Hressandi umræður hérna, ég er reyndar ekki sammála þér en það þýðir þó ekki að ég ætla að fara í eitthvað skítkast. Fín síða sem ég fann sem talar um Facts/Fiction í þessu stríði:
Fact or fiction War on Iraq
, m.a. um notkun napalm og þar segir:

"...The Herald's Lindsay Murdoch, who is attached to units of the 1st US Marine Division, said his report was based on information from two marine officers."

Matti Á. - 10/04/03 23:24 #

Ég ætla ekki að fullyrða hér að Bandaríkjamenn hafi ekki notað napalm í Írak. Mér þykir það bara ólíklegt, jafnvel þó þessar upplýsingar hafi komið frá tveimur foringjum !

Ástæðan fyrir því að mér þykir það ólíklegt er einfaldlega sú að Bandaríkjamenn hafa thermobaric sprengju sem virkar að einhverju leiti svipað og napalm sprengjur. Það er að segja, þegar hún spryngur dreifist eldsneyti um loftið sem svo springur í gríðarlegum eldhnetti sem svo aftur veldur því að súrefnið sogast að sprengjunni. Þeir sem ekki drepast í sprengingunni sjálfri kafna útaf súrefnisskorti.

Ekki það að þetta sé smekklegra vopn en napalm, en thermobaric vopn er ekki á neinum bannlista... ennþá.

En svo kemur hugsanlega í ljós að þeir eru að nota napalm eftir allt saman, þá hef ég rangt fyrir mér og ekkert meira um það að segja.

"ég er reyndar ekki sammála þér"

Ekki sammála hverju? Ég hef afskaplega fátt fullyrt um stríðið (held ég, leiðréttið mig ef ég fer með rangt mál). Ég hef aftur á móti látið málflutning sumra friðarsinna fara dáldið í taugarnar á mér.

Ég er þeirrar skoðunar að stundum sé stríð skárra en ekki stríð. Ég var ekki viss um það hvort þetta stríð væri réttlætanlegt, var satt að segja hræddur um að mannfall saklausra borgara yrði of mikið.

Menn geta svo deilt um það hvort svo sé. Margir eru þeirrar skoðunar að það sé nú þegar alltof mikið. Samt er það mun minna en menn gerðu ráð fyrir þegar stríðið hófst.