Örvitinn

fórnarlömb stríðsins

Undanfarna daga og vikur hafa stjórnmálamenn og fjölmiðlar hvarvetna í heiminum keppst við að minnast fórnarlamba hryðjuverkanna í Bandaríkjunum þann ellefta september síðastliðinn stríðsins í Írak. Hafa sumir gengið svo langt að lýsa því yfir að samfélag mannfólksins verði aldrei aftur samt, að mannkynssagan hafi breyst og að hörmungarnar muni aldrei líða þjóðum heims úr minni. um misskunnarlausa slátrun á saklausum borgurum sé að ræða, borgir séu teppalagðar sprengingum og hermenn leiki sér að því að myrða saklausa borgara einungis til þess að komast yfir olíugróða. Fréttamenn eru myrtir til að þagga niður í þeim og Bandaríkjamenn hika ekki við að nota ólögleg vopn

Hryðjuverkin voru Stríðið er þó ekki eini atburðurinn sem átti á sér stað þennan eftirminnilega þriðjudag þessar vikurnar. Annar harmleikur, sem lítið hefur verið fjallað um, kostaði hátt á fjórða tug þúsunda barna lífið á hverjum degi. Staðreyndir málsins eru sem hér segir:

Fjöldi fórnarlamba: 36.615 (samkvæmt tölum FAO).

Þjóðerni fórnarlamba: frá ýmsum af fátækustu ríkjum heims.

Banamein: hungurdauði.

Fjöldi beinna sjónvarpsútsendinga frá vettvangi: engar.

Fjöldi blaðagreina um málið: engar.

Samúðarskeyti frá erlendum þjóðhöfðingjum: engin.

Samkomum og íþróttakappleikjum aflýst í virðingarskyni við fórnarlömbin: engum.

Mínútuþagnir um víða veröld: engar.

Fjöldi hersveita í viðbragðsstöðu vegna ástandsins: engar.

Áhrif á hlutabréfamarkaðnum: engin.

Vangaveltur fjölmiðla um hugsanlega sökudólga: engar.

Fjöldi þeirra sem talar um "breytta heimsmynd": enginn.

Hver er grunaður um ábyrgð á verknaðinum: hið kapítalíska alheimshagkerfi.


Skáletrað er það sem ég setti inn, yfirstrikað er í upprunalega textanum.

Upprunalega greinin er smekklaus, þessi útgáfa líka.

Ég tek alls ekki undir þessi skrif.

pólitík
Athugasemdir

Eggert - 11/04/03 11:54 #

Hey, hvaða rétt hefur þú til að vera fúll? Vannstu ekki stríðið? :)