Örvitinn

trackback og timeout í Movable Type

Eins og ég hef bent á áður er þessi server ekkert sérlega öflugur. Ég keyri linux á 133MHZ Pentium vél með 80MB minni og 1.6GB hægvirkum hörðum disk.

Þetta veldur því meðal annars að ýmislegt tekur lengri tíma en það ætti að gera. T.d. þarf maður að bíða óþarflega lengi eftir að athugasemd komi inn og einnig tekur töluverðan tíma að afgreiða trackback ping.

Í morgun er ég búinn að eyða út ansi mörgum pingum frá sem var að pinga þessa færslu. Það sem er væntanlega að gerast er að vélin hans fær timeout villu, þ.e.a.s. hún sendir ping á mína vél, bíður eftir svari og skilar villu ef svar berst ekki innan fyrirfram ákveðins tíma.

Það er lítið sem ég get gert til að laga þetta, en MovableType notendur geta editað mt.cfg skrána hjá sér og hækkað PingTimeout gildið, ég er með það í 60, default er eitthvað miklu minna. Þetta gerir það að verkum að serverinn bíður aðeins lengur og minni líkur eru á þessari timeout villu.

Reyndar hef ég hugsað mér að gera örlitlar breytingar á MT þegar ég hef tíma. Ég ætla að prófa að setja af stað þráð eða process sem klárar að endurbyggja síðurnar, þannig að hægt sé að skila svari áður en búið er að endursmíða þær síður sem þarf að endursmíða.

Þegar sett er inn athugasemd myndi ég endursmíða stöku síðuna (sem athugasemdin er sett við) og skila strax svari. Annar þráður (eða process) myndi svo sjá um að endursmíða aðrar síður (í mínu tilfelli bara forsíðuna)

Ég er nú þegar að keyra Movable Type með mod_perl og það munar heilmiklu.

Heima er ég svo með 333MHZ vél með 128MB minni sem gerir ekkert annað en að vera router, spurning um að skipta einhvern daginn.

Hér eru annars pingin.

130.208.195.10 - - [17/Apr/2003:11:12:48 +0100] "POST /cgi/mt-tb.cgi/82 HTTP/1.1 " 200 96 "-" "MovableType/2.63"
130.208.195.10 - - [17/Apr/2003:11:15:21 +0100] "POST /cgi/mt-tb.cgi/82 HTTP/1.1 " 200 96 "-" "MovableType/2.63"
130.208.195.10 - - [17/Apr/2003:11:16:51 +0100] "POST /cgi/mt-tb.cgi/82 HTTP/1.1 " 200 96 "-" "MovableType/2.63"
130.208.195.10 - - [17/Apr/2003:11:19:20 +0100] "POST /cgi/mt-tb.cgi/82 HTTP/1.1 " 200 96 "-" "MovableType/2.63"
130.208.195.10 - - [17/Apr/2003:11:20:34 +0100] "POST /cgi/mt-tb.cgi/82 HTTP/1.1 " 200 96 "-" "MovableType/2.63"
130.208.195.10 - - [17/Apr/2003:11:21:41 +0100] "POST /cgi/mt-tb.cgi/82 HTTP/1.1 " 200 96 "-" "MovableType/2.63"
130.208.195.10 - - [17/Apr/2003:11:22:17 +0100] "POST /cgi/mt-tb.cgi/82 HTTP/1.1 " 200 96 "-" "MovableType/2.63"
130.208.195.10 - - [17/Apr/2003:11:22:52 +0100] "POST /cgi/mt-tb.cgi/82 HTTP/1.1 " 200 96 "-" "MovableType/2.63"
130.208.195.10 - - [17/Apr/2003:11:36:22 +0100] "POST /cgi/mt-tb.cgi/82 HTTP/1.1 " 200 96 "-" "MovableType/2.63"
130.208.195.10 - - [17/Apr/2003:11:38:12 +0100] "POST /cgi/mt-tb.cgi/82 HTTP/1.1 " 200 96 "-" "MovableType/2.63"
130.208.195.10 - - [17/Apr/2003:11:39:42 +0100] "POST /cgi/mt-tb.cgi/82 HTTP/1.1 " 200 96 "-" "MovableType/2.63"
130.208.195.10 - - [17/Apr/2003:11:49:59 +0100] "POST /cgi/mt-tb.cgi/82 HTTP/1.1 " 200 96 "-" "MovableType/2.63"
130.208.195.10 - - [17/Apr/2003:11:52:08 +0100] "POST /cgi/mt-tb.cgi/82 HTTP/1.1 " 200 96 "-" "MovableType/2.63"
130.208.195.10 - - [17/Apr/2003:11:55:47 +0100] "POST /cgi/mt-tb.cgi/82 HTTP/1.1 " 200 148 "-" "MovableType/2.63"
130.208.195.10 - - [17/Apr/2003:11:56:23 +0100] "POST /cgi/mt-tb.cgi/82 HTTP/1.1 " 200 148 "-" "MovableType/2.63"
130.208.195.10 - - [17/Apr/2003:11:57:03 +0100] "POST /cgi/mt-tb.cgi/82 HTTP/1.1 " 200 148 "-" "MovableType/2.63"
130.208.195.10 - - [17/Apr/2003:11:58:55 +0100] "POST /cgi/mt-tb.cgi/82 HTTP/1.1 " 200 96 "-" "MovableType/2.63"

movable type
Athugasemdir

Már Örlygsson - 17/04/03 13:08 #

Sorrí gaur! ég ætlaði alltaf að hækka þessa timeout tölu en gleymdi því. Er búinn að setja hana í "70". Takk fyrir bendinguna.

Það er annars svo asnalegt með MT að það virðist ekki vera með neinu móti hægt að segja því að hætta við að senda ping. Þegar MT hefur á annað borð gripið í sig að það vilji pinga einhverja slóð þá reynir það aftur og aftur í hvert skipti sem maður vistar breytingar á greininni - jafnvel þótt maður eyði ping-slóðinni úr Ping-innsláttarboxinu, þá birtist hún alltaf aftur.