Örvitinn

Liverpool - Charlton, mögnuð spenna

"Horfði" á leik Liverpool og Charlton í beinni á liverpool vefnum. Þetta var hrikalegur leikur hjá Liverpool fyrstu 80 mínúturnar! Í rauninni horfði ég ekki á leikinn heldur hlustaði, útsendingin er á 1-2 römmum á sekúndu, þannig að yfirleitt var ég bara með gluggann í bakgrunni. Ágætt að hlusta á þetta meðan maður vinnur.

Liverpool lenti 0-1 undir eftir að Traore rann á hausinn í upphafi síðari hálfleiks. Ekkert að gerast í sóknarleik Liverpool, ég var orðinn sannfærður um að nú væri tímabilið búið. Þá komu tvær skiptingar, Smicer og Cheyrou.

Fimm mínútum fyrir leikslok skoraði Hyypia með skalla eftir hornspyrnu og á 89 mínútu lék Steven Gerrard í gegnum vörn Charlton og skoraði sigurmarkið.

Chelsea burstaði Everton en Newcastle gerði einungis jafntefli þannig að ennþá er gríðarlega hörð barátta milli þessara þriggja liða (Liverpool, Chelsea og Newcastle) um þriðja og fjórða sætið í deildinni.

mörkstig
3Chelsea3463
4Newcastle1362
5Liverpool1661

Svo eru einhver leiðindalið að berjast um efsta sætið en hverjum er ekki sama um það :-)

Ég vona bara að Liverpool verði búið að tryggja sér meistaradeildarsæti fyrir lokaleikinn gegn Chelsea, langar ekkert að þurfa að stóla á sigur í þeim leik. Veit ekki hvort ég hef taugar í það.

Til er fólk sem finnst íþróttir ómerkilegt umfjöllunarefni. Ekki skil ég það fólk.

boltinn
Athugasemdir

Einar Örn - 21/04/03 18:31 #

Ég man ekki eftir því að ég hafi séð Liverpool vinna á Stamford Bridge, þannig að það yrði hræðilegt að þurfa að fara þangað og þurfa að vinna. Síðast var að mig minnir 4-0 fyrir Chelsea.

Vonandi að Newcastle haldi bara áfram að tapa stigum.

Mikið er þetta nú samt sorglegt ástand fyrir okkur Liverpool menn að vera að keppast um það að verða í FJÓRÐA sæti!

Matti Á. - 21/04/03 19:03 #

Já þetta er dáldið sorglegt, breytir því ekki að ég er spenntur.

Newcastle á eftir að spila við WBA, Sunderland og Birmingham. Frekar létt prógramm, jafnvel þó Sundarland leikurinn sé grannaslagur eru Sundarland bara svo hrikalega lélegir þessa dagana. Newcastle ætti að vinna alla þessa leiki, spurning hvort Birmingham geti hirt af þeim stig. Newcastle þarf að tapa leik eða gera tvö jafntefli til að Liverpool dugi jafntefli á móti Chelsea.

Chelsea spilar við Fulham og West Ham. Vonandi vinnur West Ham Man City í næsta leik, þannig að þeir séu ennþá að berjast fyrir lífi sínu í deildinni þegar þeir mæta Chelsa. Chelsea þarf að tapa öðrum af þessum leik eða gera jafntefli í báðum til að jafntefli dugi Liverpool í síðasta leiknum.

Liverpool spilar við WBA og Man City. Þessir leikir ættu að vinnast.

Ég er óskaplega hræddur um að Liverpool-Chelsea verði úrslitaleikur um meistaradeildarsæti og að Liverpool þurfi að vinna leikinn.