Örvitinn

Getulaus hjólreiðagarpur

Nóg að gera í vinnunni (en ekki hvað?)

Samdi við Didda um að hann myndi ganga frá trjágreinunum fyrir mig, ég hef ekki tíma til að sinna því (samt er ég að fara á fótboltaæfingu í kvöld)

Æi ég verð að komast á fótboltaæfingar, ég bara verð. Ef ég kemst ekki held ég að ég verði getulaus (þó er nauðsynlegt að minnast á það hér og nú að þessa dagana er ég hálf getulaus, kenni þar um nánu samneyti pungs og reiðhjólahnakks en eins og allir (ættu að) vita er mikil hætta á að hjólreiðagarpar verði getulausir)

Ef það er ekki núningurinn við hnakkinn er getuleysið hugsanleg afleiðing þess að ég hjóla heim á kvöldin, getur verið að ég sé bara uppgefinn? Ég hef sofnað voðalega snemma síðustu kvöld.

Það þarf að halda kvenfélagsfund svo hægt sé að ræða þetta mál almennilega ;-)

dagbók
Athugasemdir

Eggert - 23/04/03 15:21 #

Húff, og ég sem var næstum búinn að kaupa mér hjól.

Gyða - 23/04/03 22:09 #

Vá nú fer ég út og kaupi græna kortið handa þér engin spurning ;-) Annars fannst mér þessi setning nú ansi merkileg "Cycling advocates point out that other benefits of cycling, such as to the cardiovascular system, are so great, it is wrong to encourage people to give up the sport." Mér finnst nú ansi mikilvægt að fólk vita af þessari áhættu sem það er að taka með hjólreiðum!! og ekki hvað síst af því sem það getur gert til að minnka áhættuna. Og auðvitað er þessi stöng stórfurðuleg af hverju eru ekki allir á kvennhjólum!! Annars hef ég nú engar áhyggjur af því að þetta sé að hrjá þig Matti minn en allur er varinn góður :-)

Eggert - 24/04/03 01:18 #

Getur verið að það sé eitthvað annað? Hefurðu prófað að hugsa um bringuhárin David Hasselhoff og sjá hvort eitthvað lagist ekki, Matti? Nei bara að gá.