Örvitinn

tilveran og batman, vísanir á myndir

batman og tilveran eru að vísa á mig um þessar mundir.

Tilveran vísar á greinina "ég hugsa, því er ég ekki feministi". Þó tókst þeim að klúðra því þar sem þeir vísa á forsíðuna en ekki greinina sjálfa. Ég sendi póst á tilveran@tilveran.is áðan og bað þá um að laga þetta.

Batman vísar bara á myndina sem ég stal af feministavefnum. Þannig að þegar menn skoða síðuna hjá þeim er myndin sótt af vefþjóninum mínum. Þetta þykir mér kjánalegt, jafnvel þó vísað sé á mína síðu á síðunni þeirra.

Hvað um það, það er lítið mál að loka fyrir svona vísanir. Ég ætla þó ekki að standa í því núna, myndin er 3095 bæti svo ég kippi mér ekki upp við þetta. En ég ætla að stilla serverinn þannig síðar að ekki verði hægt að vísa beint í myndir.

19:00
Búinn að loka fyrir þetta, nú geta menn ekki vísað beint í myndir á þessum server, heldur verða að gera sér að góðu að vísa á þær síður sem myndin er á (eða vista myndina á eigin server)

vefmál
Athugasemdir

JBJ - 01/05/03 14:59 #

Ég lokaði einmitt á svona vísanir á myndir á worldfootball.org, menn voru að stela bandvídd með því að vísa í einhver af þeim 3000+ lógóum sem við erum með.