Örvitinn

Menningarvæl múrsins

Múrinn grætur örlög TMM


En af hverju á að hætta með TMM? Jú, það skilar ekki hagnaði. Áhrif þess að hleypa kapítalismanum inn á þetta svið eru augljós. Það skiptir engu máli hversu gott blaðið hefur verið og hve mikla umræðu ólíkar greinar hafa vakið – en það hafa þær svo sannarlega gert. Menningarlegt og andlegt gildi blaðsins er með öðrum orðum að engu haft. Það eina sem skiptir máli er gullið í vösum eigendanna.

Ef blaðið er svona gott og merkilegt, hvernig stendur þá á því að ekki fleiri hafa verið tilbúnir að greiða fyrir aðgang að efni blaðsins? Ég játa það hér og nú að ég hef flett þessu blaði ef ég hef rekist á það. Það sama gildir reyndar um Séð og Heyrt.

Einhvern veginn fóru gömlu forlögin að því að halda sér á floti en reka samt metnaðarfulla útgáfu. Kannski var minna lagt í húsbúnað og flottheit. Önnur háleitari markmið réðu ferðinni.

Styrkir frá ráðstjórnarríkjunum? Styrkir frá BNA. Getur verið að þessi háleitari markmið hafi verið pólitísk að einhverju leiti?

Af hverju eiga þeir sem er nokkuð sama um menningu að bera kostnaðinn við útgáfu TMM? Geta þeir sem hafa svona mikinn áhuga á menningu ekki einfaldlega drullast til þess að gerast áskrifendur að tímaritinu?

Er virkilega til of mikils mælst? Nei, vælum frekar út í vondu kapítalistana sem gáfu blaðið út fyrir eigið fé og töpuðu á því. Skömmum þá fyrir að vera ekki tilbúnir til að tapa meira fé. Mér finnst þetta eiginlega helvítis frekja, ofdekrað barn fær ekki lengur það sem það vill.

Er þetta ekki kjörið tækifæri fyrir framtaksama múrverja að hella sér út í útgáfu. Geta þeir ekki farið út í að sannfæra menningarvitana um að það væri við hæfi að greiða eitthvað örlítið fyrir aðgang að þessu efni.

En múrsmenn eiga svar við allri gagnrýni.


Markaðurinn ræður, æpa nú ábyggilega einhverjir frjálshyggjumenn – og gleðjast yfir því að markaðurinn hafi nú hafnað menningunni enda hún bara ljót og leiðinleg uppfinning sænskra sósíalista.

Já það er gott og gaman að vera rökvís múrverji.

Ef múrverjar treysta sér ekki til að gefa út tímarit gætu þeir kannski stofnað vef sem myndi sinna þessu menningarlega hlutverki. Það er hægt að gera fyrir lítinn pening (en nokkra vinnu). En það er hægt að gera það án þess að ég þurfi að borga fyrir það.

pólitík
Athugasemdir

Hanson - 30/05/03 12:59 #

Heyr heyr!

Þú ert æði!