Örvitinn

Lögreglan lokar matvöruverslunum

Lögreglan lokar 10-11

Þegar ég sá þessa fyrirsögn rétt í þessu gerði ég fyrst ráð fyrir að nú væri enn einn skandallinn að koma í ljós. Baugur eitthvað að rasa út, milljarðasvik eða eitthvað í þá áttina.

Lögregla rýmdi í dag 10-11 verslun en þar var opið í trássi við lög. Verslunin var opin í mótmælaskyni við þau lög að verslanir skuli vera lokaðar á hvítasunnudag. 10-11 í Lágmúla er vanalega opin allan sólarhringinn en í dag á að vera lokað vegna þess að helgidagur er. Verslunin opnaði kl. 1 í dag en lögreglan lokaði henni. feitletrun mín M.Á.

Svo er fólk sífellt að velta því fyrir sér af hverju ég er trúleysingi.

Það er nákvæmlega ekkert heilagt við þennan dag. Þó einhverjum trúarnötturum þyki þetta merkilegur dagur er algjörlega út í hött að aðrir séu neyddir til að virða þann fáránlega heilagleika. Sérstaklega í ljósi þess að æðsti maður þessa sértrúarsöfnuðar hefur opinberlega gert lítið úr lífsskoðunum fjölmargra Íslendinga.


Svo tala menn um fjárskort hjá lögreglu. Þar virðist þó alltaf vera nægur mannskapur til að elta uppi glæpamenn sem engann skaða. Það er ekki fyrr en fávitar ganga í skrokk á saklausu fólki fyrir framan myndavélar lögreglu sem manneklu verður vart.

efahyggja
Athugasemdir

Eggert - 08/06/03 23:29 #

Svo er annað, hvað er með þessar bjöllur? Ég var í saklausri gönguferð með son minn í vagni, og heyrði allt í einu þennan rosa hamagang, þá voru það kirkjubjöllurnar í Seljakirkju, ég var náttúrulega úti að labba rétt fyrir messu. Syni mínum varð ekkert vel við - kannski ég þurfi að fara að mæla í honum illa anda.

Matti Á. - 09/06/03 00:18 #

Þetta er sérlega frumstæð aðferð til að boða fólk til Kirkju á gervihnattaöld. Ég held að SMS myndi virka betur. Spurning um að Kirkjan kynni sér boða.

Tolli - 09/06/03 02:20 #

Ekki les ég Deigluna oft, en eftir að hafa rennt hratt yfir þennan "blessaða" pistil sem þú vísar í rak ég augun í að á öllum síðum Deiglunnar stendur: "Deiglan er frjálst og óháð vefrit, ótengt flokkum eða félagasamtökum.".

Akkúrat það, félagar. Akkúrat.

Tómas Hafliðason - 10/06/03 00:30 #

Ég verð að viðurkennna að ég skil ekki alveg þessa færslu hjá þér Tolli. Deiglan er sannarlega óháð öllum flokkum og félagasamtökum. Jafnframt bera pennar Deiglunnar ábyrgð á eigin skrifum.

Hvað lestu í þessa færslu? Hverjum ætti Deiglan að vera háð út frá þessum skrifum?

Sjálfsagt eru skrifaðir pistlar á Deigluna sem flokkast gætu sem trúleysispistlar. Það hafa komið fram pistlar, nú seinast um Páskana var skrifaður pistill þess efnis að það ætti ekki að hindra opnum skemmtistaða á þeim tíma og fellur það vel í anda þess sem Matti er að skrifa. Ég vil jafnframt benda á skrif Svanssonar frá því í kvöld en hann er einn af elstu pennum Deiglunnar.

Eggert - 10/06/03 14:57 #

Annars er nú nokkuð ljóst held ég hvað er í gangi. Baugur á nefnilega 10-11.
Tolli: athugasemdin þín fór á vitlausa færslu.