Örvitinn

Kristilega vefritið deiglan.com

En hver sá sem ákallar nafn Drottins mun frelsast!

Hvar haldið þið að þessa fyrirsögn sé að finna? Á kirkjuvefnum? Hjá krossinum? Neinei, þessi fyrirsögn er á deiglunni.

Í þessum ótrúlega bjánalega pistli er trúarnöttarinn Ásta Sóllilja Sigurbjörnsdóttir að færa rök fyrir því að starf kristniboða sé jákvætt fyrirbæri.

Vandamálið frá mínum bæjadyrum sé er að Kristniboðar hjálpa fólkinu vissulega. Það gera þeir ekki með kristna bullinu heldur með vestrænni tækni og aðferðum sem hafa orðið til þrátt fyrir tilvist kristinnar Kirkju. Þegar kristniboðarnir hafa áunnið sér traust íbúanna heilaþvo þeir svo lýðinn með kristnum galdrasögum. Hræsnin er sú að þessir kristniboðar myndu aldrei fara á staðinn og hjálpa þessu fólki nema til þess komast yfir safnaðarmeðlimi, útbreiða orð Gvuðs.

Svo telja kristniboðarnir að þeir séu að hjálpa einhverjum villimönnum frá villutrú algjörlega ónæmir fyrir því að kristni er hindurvitni alveg eins og frumstæð trú villimannanna.

efahyggja
Athugasemdir

Jón Gunnarsson - 29/09/03 18:22 #

Hefur þú séð gleðina í andliti fólks frá Afríku sem hefur frelsast. Þegar það hættir að lifa í hræðslu/myrkri. Það er einfaldlega alltaf betra að hafa Jesú Kristi í lífinu sínu. Kristniboð eyðileggur ekki menningu, kristnidómurinn er alþjóðlegur. Heldur þú kannski að Jesú sé hvítur í hjá kristnum í Afríku? Nei hann er svartur!

Matti Á. - 29/09/03 18:40 #

Geðsjúklingar eru gjarnan glaðir!