Örvitinn

Þjóðhátíð - þjóðarstolt

Ég var búinn að skrifa langan fýlupistil þar sem ég gagnrýndi hugtakið þjóðarstolt en Gyðu leist ekkert á hann svo ég hætti við að setja hann hér inn :-)

Við ætlum að skella okkur í bæinn á eftir með stelpurnar.

Í dag eru liðin þrjú ár frá því að jarðskjálfti skók suðurland og Davíð Torfi og Særún giftu sig.

Annars skil ég ekki af hverju fólk er að fagna sjálfstæði þjóðar, værum við ekki betur stödd undir stjórn Dana? Þeir sem vilja meina að hér stjórni fasistar og þjóðin sé kúguð ættu að taka undir það. Miðað við fjölda landsmanna sem hefur flúið til Danaveldis hlýtur eitthvað að vera jákvætt við gömlu herraþjóðina. Er ekki kominn tími til að fyrirgefa einokunarverslunina, ég meina, við hefðum gert þetta líka ef við hefðum haft tækifæri til.

dagbók
Athugasemdir

JBJ - 17/06/03 19:56 #

Þeir eru opinskáir fasistar herrarnir í Danmörku, ekki skápafasistar eins og hér heima.

Matti - 18/06/03 11:02 #

Mér finnst hugtakið fasisti vera misnotað af mörgum, held að Seinfeld kynslóðin hafi látið súpu(f/n)asistann glepja sig.