Örvitinn

Raunir heimavinnandi húsföður (varúð nekt)

ég í sólbaði að drekka bjór
Síðustu viku hef ég verið heima með Ingu Maríu og í næstu viku verður Kolla líka heima. Það er ekki laust við að ég öðlist nýja virðingu fyrir kvenfólki. Hvílíkt streð að vera svona heima að hugsa um heimilið, hvílík fórn.

Hvílíkt bull, ég hef aldrei haft það betra :-P Þetta er yndislegt líf :-) Núna erum ég og Inga María bara úti í garði að slaka á, ég að drekka kaldan bjór og reyna að lita örlítið á mér kroppinn. Barnabarn nágrannans er dáldið að pirra mig, röltir um garðinn og þvælist jafnvel inn í hús án þess að nokkur skipti sér af, ég vil ekki vera að skamma barnið. Ingu Maríu þykir líka ágætt að hafa hana þarna í kring þó hún leiki ekkert við hana.

En næst þegar þið heyrið konur kvarta undan því hversu mikið streð það er að vera heimavinnandi skulið þið bara blása á það, það er fínt líf að liggja úti í garði í sólbaði með kaldan bjór.

Var annars ekkert minnst á mig í Veru :-|

dagbók
Athugasemdir

Gyða - 11/07/03 16:03 #

Sem kona sem er nýhætt að vera heimavinnandi húsmóðir þá verð ég nú að fá að segja smá um letilífið á þér kall.

T.d. finnst honum Matthíasi stórfurðulegt að það eru ekki til nein hrein föt í húsinu en á móti ekki hægt að labba inn í þvottahús fyrir óhreina þvottinum!! Ég er sko ennþá að hlægja af manninum sem setti hendur á mjaðmir og sagði hvössum tón (held sko að ég hafi átt að taka tóninn til mín) Gyða það verður að fara að setja í þvottavél á þessu heimili!! Já væri þá ekki gott að gera það á daginn elskan svaraði ég bara uuu jú jú sagði hann og þetta hefur ekki verið rætt síðan (og reyndar bara verið sett í tvær vélar síðan!!)

Ekkert að tuða í þér ástin mín en varð bara að fá að koma þessu að þar sem þú ert að hreykja þér af hvílíkt letilíf þetta sé. En reyndar verður að taka það líka fram að Matti gengur frá eftir sig og stelpurnar og það er allt snyrtilegt á heimilinu og eiginlega mikið snyrtilegra en þegar ég var heima (en þá var alltaf til nóg af hreinum þvotti samt :-Þ)

Gyða sem situr brosandi og skrifar tuð um kallinn sinn :-)

sirryth - 11/07/03 21:48 #

Þvottavél er stór hættulegt fyrirbæri það er á hreinu. En ég verð að koma að athugasemd. Hvernig væri Gyða ef þú flokkaðir þvottin fyrir Matta t.d að kvöldi og þá er auðveldara að setja í hana á daginn og minni líkur á að einnhvað skemmist. ALLTAF AUÐVELT AÐ GEFA RÁÐ EKKI SATT sérstaklega þegar maður er ekki beðin um þau.

Már Örlygsson - 12/07/03 17:55 #

Snilldar kommbakk þarna hjá þér Gyða. :-)