Örvitinn

Hvað þurfa forritarar að læra?

Um daginn rakst ég á lista yfir hluti sem forritarar ættu að læra til að halda sér við. Að sjálfsögðu týndi ég síðunni og hef ekki fundið hana aftur. Yrði þakklátur ef einhver veit um hvað ég er að tala og gæti vísað mér veginn.

Ég hef alltaf haft gaman af því að grúska og læra eitthvað nýtt og ætla mér að vera sérstaklega duglegur við það næstu mánuði. Hér er semsagt minn listi yfir það sem ég ætla mér að læra (betur) á næstunni.

Svo þarf maður að vera duglegur við að viðhalda þeirra þekkingu sem maður hefur, ef maður notar hana ekkert er hætt við að maður ryðgi.

Dettur ykkur fleira í hug?

forritun
Athugasemdir

Tryggvi R. Jónsson - 14/07/03 10:54 #

Það er kannski bara ég en ég myndi setja viðmótshönnun þarna á listann einhversstaðar ;-)

Matti - 14/07/03 11:01 #

Viðmótshönnun á vissulega heima á listanum, ég hef lítið pælt í því síðustu ár. Það síðasta sem ég skoðaði var bókin User Interface Design for Programmers en hana er hægt að lesa á vefnum. Helvíti fín bók, spurning um að renna yfir hana aftur.

Mæli með Joel on Software, fullt af áhugaverðum greinum og alltaf eitthvað fróðlegt á foruminu.

11:07 Ef þetta var dulin gagnrýni á hönnun þessara vefsíðu þá fór það alveg framhjá mér :-)

Tryggvi R. Jónsson - 15/07/03 02:30 #

Nei nei ekkert slíkt :) enda væri ég manna síðastur til að setja út á slíkt... var nú bara almennt skot á íslenska forritara þar sem það vantar oft talsvert uppá að þeir geri sér grein fyrir því að það sé fólk sem komi til með að nota hugbúnaðinn sem hafi enga innsýn í gerð hans heldur eingöngu ,,face-value" notkunarþekkingu.