Örvitinn

Köln - Liverpool

Ég og Regin kíktum á Players í kvöld og sáum fyrsta æfingaleik Liverpool á þessu tímabili.

Liverpool notaði 21 leikmann í þessum leik, allir spiluðu 45 mínútur nema Igor Biscan sem spilaði allan leikinn. Í fyrra var Diomede eini maðurinn sem spilaði allar 90 mínúturnar í fyrsta æfingaleiknum. Houllier er væntanlega að auglýsa Biscan!

Fyrri hálfleikur var nokkuð góður, Liverpool voru sprækir og gerðu ágætis hluti í sókninni, með smá heppni hefðu þeir getað skorað 2-3 mörk í viðbót.

Í seinni hálfleik kom sterkara Liverpool lið inn á völlinn, a.m.k. svona á pappírunum. Harry Kewell spilaði þarna í fyrsta sinn með Liverpool og snerti boltann í fyrsta sinn á miðjunni, fékk boltann en gaf hann til baka (ójá, ég man eftir því þegar Harry Kewell snerti boltann fyrst í leik með Liverpool :-P)

Seinni hálfleikur var reyndar ekki jafn skemmtilegur og sá fyrri en þessir æfingaleikir eru nú yfirleitt ekki mjög mikið fyrir augað, maður horfir á þá til að sjá nýjustu leikmennina. Ég var reyndar dáldið svekktur að ungu frakkarnir skyldu ekkert spila í dag en þeir eru víst ekki komnir með atvinnuleyfi.

Ég pantaði mér kjúklingasamloku á Players, hún var viðbjóður. Regin pantaði sér pizzu með pepperoni og beið í 45 mínútur eftir henni. Pöntunin hefur vafalaust tapast. Regin var samt sáttur með pizzuna þegar hann fékk hana loks.

boltinn
Athugasemdir

Einar Örn - 16/07/03 23:28 #

Vá, þú færð sko stóran plús fyrir að mæta á pöbb til að horfa á æfingaleik með Liverpool.

Ég ætlaði að skella mér en gugnaði á því á síðustu stundu :-)

Annars var fyndið að lesa um leikinn. Bestu mennirnir á vellinum samkvæmt lfc.tv voru víst Heskey og Smicer!!!!!!

Matti - 17/07/03 11:32 #

Það er alltaf jafn fínt að kíkja á pöbb og sjá Liverpool leik. A.m.k. þrælfín afsökun til að fá sér einn bjór. Ég er líka alltaf dáldið spenntur fyrir fyrsta æfingaleik Liverpool, í fyrra keypti ég áskrift af fjölvarpinu til að sjá fyrsta æfingaleikinn, Diouf skoraði þá helvíti fínt mark með skalla man ég. Það er ekki laust við að það sé kominn fiðringur í mig, ég hlakka til að horfa á boltann í vetur.

JBJ - 17/07/03 16:58 #

Ef að Sýn væri með leiki úr 2. deildinni þá myndi ég nú kannski fá mér áskrift!