Örvitinn

Þreyttur

Ég svaf ekki mikið í nótt, Inga María vaknaði regluega milli tvö og þrjú, fór svo á fætur 7:45 í morgun, vildi ekkert kúra upp í hjá pabba sínum. Ég berst við að halda mér vakandi.

Gyða er á fullu í vinnunni útaf sex mánaða uppgjöri. Hún er komin í sama mynstur og ég var í, fer til vinnu eldsnemma á morgnana áður en við hin vöknum og kemur heim á kvöldin eftir að stelpurnar eru sofnaðar. Svona er jafnréttið í framkvæmd.

Ég þarf að drífa mig út í göngutúr með stelpurnar, þær þurfa að komast út, þó þær séu reyndar í fullu fjöri að leika sér þessa stundina, búnar að klæða sig upp og eru í mömmuleik. Mig vantar ferskt loft, vakna vonandi almennilega.

dagbók prívat
Athugasemdir

Gyða - 07/08/03 14:03 #

Æ elsku kallinn minn. Þú hefur alla mína samúð ég hef verið í þínum sporum svo ég skil þig vel. Þetta er að verða búið ég lofa