Örvitinn

Píanistinn

the_pianist.jpg

Vorum að horfa á Píanistann eftir Roman PolalskiPolanski. Mögnuð mynd sem segir frá lífsbaráttur gyðings í Varsjá undir hernámi nasista, gyðingum er safnað í Gettóið og svo síðar sendir í útrýmingarbúðir.

Einhvern vegin er það þannig að þó maður viti af þessu, hafi lesið sér til um helförina og séð ótal myndir er maður alltaf jafn miður sín. PolalskiPolanski gerir þetta vel, það er ekki hægt að komast hjá því að hrærast. Auðvitað er margt af því sem sýnt er í myndinni ódýrt, þ.e.a.s. manni getur ekki annað en brugðið þegar maður sér sum atriðin, en svona var þetta, sama hvað nútíma nasistar segja. Það ætti að láta þá horfa á mynd eins og þessa á repeat með augnlokin límd upp.

Mæli svo sannarlega með þessari mynd, ekki beinlínis upplífgangdi ræma en góð er hún. Það er eiginlega ekki við hæfi að gefa þessari mynd stjörnur.

Leigði myndina í DVD útgáfu. Þetta var ein af þessum ódýru DVD útgáfum sem eru afritaðar hér á landi. Myndin byrjaði að hökta í síðari hluta en það dugði að endurræsa PS2. Vissulega er PS2 ekki úrvals DVD spilari en það er samt frekar ódýrt að fá þessar útgáfur sem hér eru í boði, en betra en að fá þær bara á DVD vídeó geri ég ráð fyrir. Ég er enginn sérstakur aðdáandi aukaefnis, ég vil bara að mynd og hljóðgæði séu fín. Í "alvöru" DVD myndum er t.d. yfirleitt mynd með hverjum kafla í þeim hluta þar sem maður getur hoppað inn í mynd, í þessari var bara númer og því þurfum við að leita að staðnum sem við vorum komin á þegar höktið var orðið óþolandi. Lítið atriði, en skiptir samt máli.

kvikmyndir
Athugasemdir

egill - 16/08/03 13:57 #

Þú meinar Polanski auðvitað :)

Matti - 16/08/03 16:41 #

Ah, ég var með þetta vitlaust á tveimur stöðum, annars hefði ég getað afsakað mig með því að þetta væri innsláttarvilla en ekki bjánaskapur :-)