Örvitinn

Tölvugredda

Ég er að drepast úr tölvugreddu.

Skólarnir að hefjast og er ég að drukkna í tölvuauglýsingum, hvert sem ég lít tælandi myndir. Á hverjum degi berast nýir pésar með myndum af heitustu sílikon græjunum. Ferðavélar með Centrino gjörva og 1600X1200 skjá, 3GHZ borðtölvur með 20" flötum skjá og ofurskjákort með 128MB minni, handtölvur - mp3 spilarar. Úff, mig langar svo í græjur.

laptop.jpeg

Auðvitað hef ég ekkert með þær að gera, gamla vélin mín virkar ágætlega. A.m.k. þar til Half Life 2 kemur út, þá held ég að ég neyðist til að fjárfesta í ofurvél.

Ég geymi 12 síðna auglýsingablað Tölvulistans sem kom með fréttablaðinu í síðustu viku, stelst til að fletta því þegar enginn sér til og læt mig dreyma með bullandi tölvubóner.

Konunni minni finnst ég ruglaður!

græjur
Athugasemdir

Hulda - 17/08/03 23:22 #

Segjum tvö, ég er að farast úr ferðatölvulöngun. Tölvan mín er ferðatölva, en hún er orðin dáldið gömul og pínu slöpp. En hún þannig séð virkar enn fyrir allt sem ég þarf að gera.. það liggur við að ég voni að hún blívi ekki fyrir skólann í vetur svo ég neyðist til að kaupa mér nýja :D... en fjárráðin segja nei (grennjjjj) :S

JBJ - 17/08/03 23:51 #

Ég er að farast sjálfur! Fartölvan var að deyja og kostar amk 40þ að fá varahlut (móðurborð!).

Tryggvi R. Jónsson - 17/08/03 23:53 #

Úff! Ekki einu sinni nefna græjulostann! Hann er kominn á mjög hátt stig núna og haustið ber örugglega í skauti sér einhver fjárútlát í þá átt :(

Regin - 19/08/03 10:39 #

Blessaður Matti. Mér tókst að koma laptopnum í gagnið. Það er bara einn íhlutur sem er ekki virkur. Vandinn er sá að ég veit ekki hvað það er. Vanalega stendur Ethernet card með (!) merki fyrir aftan sem gefur til kynna að það sé ekki að virka eins og það á að gera. Hins vegar er þessi óþekkti íhlutur ekki nefndur. Ég setti driver inn fyrir ethernet kortið, skjákortið og módem ( hvað sem það er). Það er greinilega e-r fjórði íhlutur sem vantar inn í þetta samhengi :) Btw. ég notaði XP.

Matti - 19/08/03 14:56 #

Ég þarf að bæta við athugasemdarkerfi sem ekki tengist færslunum fyrir þig Regin ;-)

Varstu búin að prófa þetta tól frá IBM? Sé ekki betur en að það eigi að uppfæra alla drivera sjálfvirkt, spurning hvernig það virkar.