Tölvuvesen: afrita uppsetningu milli diska
Það er ekki jafn auðvelt og ég hélt að afrita allt setupið yfir á nýja diskinn. Windows fer í fýlu, jafnvel þó ég búi til emergency repair disk og reyni að plata það til að laga nýja diskinn útfrá setupinu á þeim gamla.
Það sem ég gerði semsagt var að kópera allt draslið með scopy, skipta svo nýja disknum sem aðal master, ræsa á windows2000 setup disknum og reyna að "laga" nýja diskinn þaðan. Gekk ekki :-(
Það er hægt að nota einhver tól eins og t.d. ghost til að gera þetta, en ég hef ekki aðgang að því. Best að skoða google/deja betur.
Óskar - 07/09/03 21:46 #
Matti, þú verður að nota Ghost. Annað er dæmt til að mistakast. Þræl auðvelt í notkun og svín virkar.
Matti - 07/09/03 22:32 #
Jamm, held ég reyni að redda mér Ghost á morgun, ég er búinn að flytja allt yfir á alveg fáránlega flókinn máta.
Nýji diskurinn er núna kominn í aðalhlutverk og flest virðist virka, Gyða kemst á netið og í Outlook. En það eru furðulegir hlutir í gangi, textann (tja, resource) vantar í ýmis dialog box. Þetta var líka að ske í Outlook en Office setup forritið býður upp á repair option sem, furðulegt nokk, lagaði allt Office klabbið.