Örvitinn

Gvuðdómlegt leikjanámskeið

Áróra hljóp út rétt áðan, var að verða of sein á leikjanámskeið hjá Seljakirkju. Við segjum að sjálfsögðu ekki neitt, er hægt að segja eitthvað?
Þetta er ókeypis enda ríkisstyrkt, þannig að ekki getum við látið hana velja og hafna.

Ætli margir trúmenn myndu hleypa börnum sínum á leikjanámskeið SAMT þar sem á milli leikja væru sungnir skynsemissöngvar og rætt um kjánaskap Gvuðshugmyndarinn, sagðar dæmisögur um vonda trúmenn og góða efahyggjumenn og svo framvegis?

Ég held ekki.

20:00
Leikjanámskeið KFUK er reyndar ekkert annað en venjulegur KFUK fundur, bara búið að skipta um nafn til að trekkja að.
Í kvöld var sungið, farið með bænir og farið í leiki.

kristni
Athugasemdir