Örvitinn

Kínverski erindrekinn

Alveg er ég viss um að kollegar hans í Kína verða alveg steinhissa þegar hann kemur til baka og útskýrir fyrir þeim þrískiptingu ríkisvaldins á Íslandi. Hann hefur eflaust verið alveg gapandi í heimsókn sinni í Hæstarétt.

Þeir hljóta að sjá að sér bráðlega, hugsanlega senda þeir annan erindreka bráðlega til að fá nánari útskýringar.

Annars finnst mér menn einblína um of á skort á lýðræði í Kína. Lýðræði er ekki endilega allra meina bót. Hvort ætli ástandið sé skárra í Kína eða Rússlandi í dag?

pólitík
Athugasemdir

Einar Örn - 09/09/03 22:28 #

Það er skárra í Rússlandi!

Lýðræðið er kannski ekki forsenda hagsældar en það skemmir vanalega ekki fyrir.

Matti - 09/09/03 22:33 #

Er ekki hagsæld frekar forsenda lýðræðis ?

Einar Örn - 09/09/03 22:37 #

Má vera

Annars er ég sammála þessu hjá þér að mér fannst þetta óhemju hallærislegt þegar þingmenn voru að reyna að verja heimsóknina. Þeir töluðu einsog hann væri í fyrsta skipti að heyra um þrískiptingu valds (er Ísland ekki frekar lélegur staður til að læra um þá skiptingu?).

Gat gaurinn ekki bara keypt sér stjórnmálafræðibók?

Annars eiga öll hagsælustu ríki heims það sameiginlegt að vera lýðræðisríki.

Matti - 09/09/03 22:49 #

Jamm, ég er ekki að draga úr gildi lýðræðis per se, mér finnst bara hægt að gagnrýna Kínverja fyrir svo margt annað - en það er reyndar gert.

Í bókinni framtíð frelsisins bendir Fareed Zakaria á að það er ekki lýðræðið eitt og sér sem einkennir velmegnunarlönd nútímans (vesturlönd) heldur "reglugrundvallað einstaklingsfrelsi".

Því á vissulega að leggja áherslu á gildi lýðræðis, en það þarf ýmislegt að koma á undan.

Ef við lítum til Asíu virðist sem þau lönd sem hafa fylgt ferli Evrópuþjóðanna og innleitt kapítalisma, jafnrétti fyrir lögunum fyrst og lýðræði svo hafi náð lengst. Suður Kórea, Taiwan, Tailand og Malasía voru öll um langa hríð undir stjórn hershöfðingja eða eins flokks. Stjórnvöld þessara landa komu á frelsi í hagkerfinu, endurskoðuðu löggjöfina, juku trúfrelsi og heimiluðu ferðalög og áratugum síðar frjálsar kosningar.

Tilvitnun tekin úr samantekt Ásmundar Stefánssonar á bókinni The Future of Freedom.

Eggert - 11/09/03 11:01 #

Eins og maðurinn sagði, 'fyrst þarf maður að hugsa um að gefa þessum milljarði að borða, svo getur maður gefið þeim mannréttindi.' Ég er á þeirri skoðun að ýmis mannréttindabrot í Kína séu til komin af illri nauðsyn. Svona boðskapur verður nú eiginlega að teljast hindurvitni af verra taginu - svo maður tali nú ekki um þetta merka rit.
Ég held að það fyrsta sem myndi gerast yrði Kína 'frjálst', sé að fólksfjölgun þar fari aftur úr böndunum. Það gæti haft skelfilegar afleiðingar í för með sér, því þetta fólk þarf að borða. Ég vil alls ekki segja að ég sé á neinn hátt sammála aðgerðum Kínverja, ég er hins vegar að segja það að þeir hafa ástæður að baki þessum aðgerðum - þeir vilja fyrst og fremst halda völdum yfir Kína.