Örvitinn

Leiðindi

Mér leiðist :-|, þetta græðir maður á því að drífa sig ekki strax í ræktina. Ætla að skjótast núna á eftir og hlaupa sex kílómetra þó ég nenni því alls ekki. Það er einmitt galdurinn, að gera eitthvað sem maður nennir ekki.

Svo þarf reyndar að taka til, ég nenni því alls ekki :-)

16:30

Skellti mér í ræktina og skokkaði sex kílómetra. Það gekk reyndar frekar brösulega, þegar ég var búinn með þrjá og hálfan slokknaði á brettinu, ég kveikti á því aftur og hljóp 500 metra í viðbót en þá slokknaði aftur. Skipti þá um bretti og hljóp síðustu tvo kílómetrana á rétt tæpum tíu mínútum.
Áður en ég fór í ræktina tók ég smá sprett og vaskaði upp, uppvöskunarvélin er biluð og því neyðist ég til að gera þetta í höndunum. Tími ekki að borga viðgerðarmanni meðan ég hef nægan tíma til að gera þetta á daginn.

dagbók prívat
Athugasemdir

Arnaldur - 18/09/03 12:57 #

Þú hefur það einfaldlega of gott! -A

Matti - 18/09/03 13:01 #

Ég get ekki andmælt því.

Arnaldur - 18/09/03 18:41 #

Mæti ferskur til þín á morgun klukkan 19:00 -A

Arnaldur - 18/09/03 20:46 #

Hvurslax?!

Reikna með að Ingi Fjalar hafi brugðið á leik hér að ofan.

Matti - 18/09/03 21:09 #

Það passar, athugasemdin kemur frá Noregi :-) ti200720a147-0112.dialup.online.no

En ég stóla á að þú mætir Arnaldur.

Arnaldur - 18/09/03 23:43 #

Já, Ingi er ekki sáttur við að ég skyldi dulbúast sem hann á dögunum. Hann vill greinilega hafa mig á svæðinu svo að þið farið ekki að tala illa um hann og kenna honum um slakt gengi framan af sumri.