Örvitinn

Bölvað ferðatölvuvesen

Árans vesen er þetta, um daginn var það rafmagnssnúran sem olli því að straumbreytirinn virkaði ekki en nú er eitthvað annað í gangi. Straumbreytirinn virðist vera í lagi (græna ljósið logar af fullum styrk) þar til ég set snúruna í samband við tölvuna, þá dofnar græna ljósið og ekkert gerist.

Því dreg ég þá ályktun að það sé ferðatölvan sjálf sem er eitthvað að gefa sig. Ég gat notað hana í dag á meðan rafhlaðan entist en nú er ekki séns að koma henni í gang. Úff hvað mér leiðist svona vesen.

Ég er eiginlega óþarflega háður ferðavélinni, ég hef t.d. ekki hugmynd um lykilorðið fyrir tölvupóstinn hjá símanum, enda setti ég það upp á ferðavélinni fyrir þremur árum síðan og hef svo ekki snert við því. Argh, nenni ekki að standa í þessu rugli akkúrat núna.

græjur
Athugasemdir

Óskar - 21/09/03 23:55 #

Gott að sjá þig á lífi eftir sukkið :)