Örvitinn

Þegar forsetinn fer út að borða

Vissuð þið að þegar forsetinn fer út að borða á veitingastað með merku fólki mæta menn með silfurborðbúnað frá Bessastöðum fyrir forsetann og borðfélaga hans. Þjónar staðarins pússa silfrið svo allt sé glansandi fínt. Meira að segja sykurkarið á forsetaborðinu er silfurkar frá Bessastöðum.

Varla viljum við að forsetinn borði með alþýðuhnífapörum?

Magnað þetta Íslenska kóngafólk :-)

pólitík
Athugasemdir

JBJ - 29/09/03 00:02 #

WTF!

Hann ætti nú að geta komið með þetta sjálfur og pússað það, með 1.4m á mánuði kallinn.

Matti Á. - 29/09/03 00:07 #

Þegar heimildarmaður minn varð vitni að þessari uppákomu kom silfrið ófægt tveim tímum áður en matur var borinn á borð og voru tveir þjónar staðarins settir í að pússa forsetasilfrið.

Þar sem ég hef heyrt eina sögu af svona uppákomu dreg ég að sjálfsögðu þá ályktun að þetta sé alltaf svona :-P

Hulda - 29/09/03 14:37 #

Segji bara eins og JBJ - WTF....!!! Var þetta einhver ofur sérstakur hátíðarverður eins og málsverður með kínverskum fjöldamorðningja, eða bara Óli og frú úti að gera sér glaðan dag?

Matti Á. - 29/09/03 14:39 #

Forseti Þýskalands var með í för í þetta skiptið en sagan hljómar betur ef maður nefnir það ekki :-)

Erna - 29/09/03 21:54 #

vá pant vera forseti!