Örvitinn

Kjúklingasalat American Style

Fór á American Style Skiptholti í hádeginu og borðaði með Bjarna, Kidda og Sigurhirti, bekkjarbræðrum mínum úr Verzló. Bjarni er að fara til Japan í nám þannig að þetta var síðasti séns að hittast.
kjúklingasalat
Þar sem ég var að koma beint úr ræktinni ákvað ég að sleppa sveittum hamborgara og frönskum í dag og fá mér frekar kjúklingasalat.

Það er ekki alveg ókeypis, kostar rúmar 1100 krónur en er vel þess virði. Kjúklingasalatið á American Style er nefnilega helvíti gott að mínu mati. Grilluð kjúklingabringa, stökkt salat, feta ostur, kokteiltómatar og brauðtengingar voru í aðalhlutverki, rauðlaukur og fleira í aukahlutverkum. Ágæt dressing fylgdi með sem ég fékk mér frekar sparlega af. Rétturinn var vel útlátinn og ég var saddur eftir máltíðina og líter af vatni.

Semsagt, ég mæli með kjúklingasalatinu á American Style ef þið eru að leita að þokkalegu hollum skyndibita.

Ekki skemmir fyrir að American Style er reyklaus staður, slíka staði á maður að verðlauna með viðskiptum sínum.

veitingahús
Athugasemdir

Einar Örn - 29/09/03 14:49 #

Mæli líka með kjúklingaburrito á Serrano. Mjööög hollur skyndibiti. Lítil fita og allt :-) En ég er kannski ekki alveg hlutlaus.

Matti Á. - 29/09/03 14:54 #

Ég prófa það næst, hef einu sinni farið á Serrano og líkaði vel, fékk mér einmitt kjúklingaburrito minnir mig.