Örvitinn

Æfingin í kvöld

Fín æfing hjá Henson í kvöld, fjórtán mættu. Spiluðum í næstum einn og hálfan tíma í ágætu veðri í laugardal. Það var smá vindur en ekkert til að væla útaf.

Það er helvíti fín hreyfing að spila fótbolta á stórum (hálfum) velli, maður getur hlaupið andskoti mikið ef maður nennir. Fyrir kom þó að ég nennti því ekki, en menn verða að vera duglegir að reka á eftir mönnum og hrópa hver á annan til að það sé eitthvað á svona æfingum að græða.

Já, ég gat annars ekki rassgat í kvöld, en það verður bara að hafa það. Ótrúlegt hvað maður getur klúðrað mörgum einföldum hlutum á einni æfingu ef maður leggur sig fram :-)

boltinn
Athugasemdir

Ingi - 04/10/03 09:03 #

Nýja stjórnin virðist hafa aðdráttarafl! Það eina sem ég bið um eru fréttir af Nalda. Spuring um að setja upp þyngdargraf á síðuna svo ég geti fylgst með forminu hjá karlinum :) Það væri gaman að sjá Nalda í stöðu vinstri bakvarðar næsta sumar! Bið að heilsa hópnum kveðja Ingi

p.s. Hef ekki snert bolta síðan ég kom til Noregs og kem örugglega ekki til með að gera það fyrr en í byrjun júní 2004.

Matti - 04/10/03 11:19 #

Arnaldur var einmitt að gera magnaða hluti á þessari æfingu, ég hef aldrei séð hann jafn öflugan áður. Sólaði mann og annan og hamraði boltann svo í mark a.m.k. í tvígang.