Örvitinn

Fyrsti vinnudagurinn

Í dag var fyrsti dagurinn minn hjá hugbúnaðardeild Landsbankans.

Ég mætti klukkan níu og hitti yfirmann minn sem rölti með mér um svæðið og kynnti mig fyrir fólki. Ég náði að sjálfsögðu ekki að leggja eitt einasta nafn á minnið en vonandi veit fólk hver ég er. Nöfnin læri ég hægt og rólega.

Dagurinn fór í að kynna sér RougeWaveRoguewave klasasöfnin, renndi í gegnum bækur um DBTools og Threads++, þetta er allt hluti af mjög áhugavert. Í alvöru :-)

Setti Visual Studio .Net upp á vinnuvélinni, þvínæst fór RougeWave Roguewave dótið inn og mér tókst undir lok dags að fá einfalt test forrit að linka. Var reyndar óþarflega mikil leikfimi.

Þetta leggst vel í mig.

dagbók
Athugasemdir

Eggert - 11/10/03 09:31 #

Heitir 'etta ekki Rogue Wave? Rouge = kinnaroði. Merkilegt nokk, þá redirecta þeir 'www.rougewave.com' í 'www.roguewave.com', svo þú ert ekki sá eini sem ruglast á þessu.

Matti Á. - 11/10/03 10:27 #

Að sjálfsögðu staðfesti ég þessa stafsetningu með því að slá inn netslóðina, var ekkert að skoða nánar hvernig þetta var skrifað fyrst slóðin virkaði :-)