Örvitinn

Sambandslaus

ADSL-ið datt úr sambandi í gær. Fyrir rúmum tveimur vikum pantaði ég ADSL hjá Og Vodafone og ákvað að bíða með að segja upp ADSL símans þar til hitt væri farið að virka. Í gær var ég semsagt tengdur við Og Vodafone, ADSL símans datt úr sambandi um leið en þráðlausi routerinn frá Og Vodafone syncar ekki við ADSL-ið.

Ég hringdi í þjónustuborðið í gærkvöldi og fékk þar alveg glórulausar ráðleggingar, eins og t.d. að ég ætti að setja aftur inn drivera! Hvaða helvítis drivera? Eini driverinn sem ég hef sett upp þessu tengt er fyrir þráðlausa netkorið í ferðavélina og ég var ekki einu sinni að nota hana heldur borðtölvu sem tengist routernum yfir ethernet. Auk þess átti ég ekki í neinum vandræðum með að tengjast routernum, það var routerinn sjálfur sem átti í vandræðum með að tengast ADSL línunni. Engu máli skipti þó ég endurstillti hann, ekkert syncaði. Ég sé ekki aðra möguleika í stöðunni en að eitthvað sé að hjá Vodafone eða routerinn sé bilaður. Línan er í lagi, ADSL virkaði þangað til ég var færður yfir til Vodafone.

Ég held að þessar leiðbeiningar þjónustufulltrúans hafi haft þann tilgang einan að halda mér uppteknum í smá tíma. Ef ég væri glórulaus notandi hefði ég vafalítið farið eftir þeim þó engin lógísk tenging sé þarna á milli.

Geri aðra tilraun til að fá þetta í lag í dag.

tölvuvesen
Athugasemdir

Sísí - 14/10/03 10:05 #

Þetta er skítafyrirtæki. Ég er með adsl frá þeim og reglulega dettur allt út og ég næ engu sambandi. Þá þarf ég að hringja (bíða fyrst í 20-50 mín og þjást með Norah Jones í eyrunum), svo svarar einhver og ég þarf að segja; "ég næ ekki sambandi, það er frosið port hjá ykkur, þið þurfið að fiffa það og svo prófa ég aftur eftir smá." "Haaa?" segja þau oftast, stundum líka: "Ertu nú viss um það?" ("litla mín" í tóninum). Svo eftir smá stunur í þeim, verða þau vandræðaleg: "öh, já, það virðist hafa frosið eitt port hjá okkur. Reyndu aftur eftir smá". GODDEMS SKÍTAFYRIRTÆKI!

Sísí - 14/10/03 10:07 #

öh, ég er að tala um Og Vodafone. Skítafyrirtækið Og Vodafone.

Matti Á. - 14/10/03 10:24 #

Ég ætla að gefa þeim smá séns :-)

Gyða var að hringja í mig (hún er heima með Ingu Maríu veika) og svo virðist sem símasnúran inn í búr sé sökudólgurinn. A.m.k. nær routerinn að synca þegar hann er tengdur frammi. Þetta er einka dularfullt þar sem ADSL módemið frá símanum var tengt í þessa sömu snúru og virkaði fínt. Spurning hvort ég hafi kippt snúrunni úr sambandi þegar ég færði hana á milli módema í gær. Skoða það í kvöld.

Nú er ég hættur á netinu í vinnunni (búinn að kompæla RogueWave libbin fyrir XP+VisualStudio Net 2003)

Sirrý - 15/10/03 14:45 #

Smá pæling. Hvað kostar að hringja í Og vodafone ? ER ekki 1000 kr sem sparast á að vera hjá þeim fljótur að koma ef maður þarf að hringja í þá reglulega ?

Matti Á. - 15/10/03 19:13 #

Það kostar ekkert að hringja í þjónustuverið, a.m.k. ef maður er með síma frá þeim. Þannig skil ég þetta.

1414 - gjaldfrjálst þjónustunúmer allan sólarhringinn!