Örvitinn

Ég kann ekki að rekast á fólk

Ég rakst á ýmsa í dag, fór dáldið að spökulera í kjölfarið.

Fyrst hitti ég Kidda og konuna hans fyrir framan bakaríið í Mjódd. Við vorum saman í tölvunarfræði og brölluðum margt saman. Klár og skemmtilegur náungi, ég þarf að kíkja oftar á Liverpool leiki á Players, held hann haldi dáldið til þar. Hvað um það, ég ræddi örstutt við hann.

Um sex kíkti ég yfir í Nettó og verslaði með stelpunum. Rakst þar á Jón Hall CCP-ara og spjallaði við hann. Það samtal var frekar þvingað, eflaust dæmigert "fyrrverandi starfsmaður talar við eftirlifandi starfsmann" samtal :-)

Rakst svo á annan náunga í búðinni sem ég kannast við frá í den en er alveg búinn að steingleyma hvað hann heitir. Þessi gaur er í Álftanesklíkunni og við strákarnir duttum oft í það með þeim í gamla daga. Kastaði á hann kveðju þegar við mættumst á göngunum, sem gerðist nokkrum sinnum. Ég vissi ekki alveg hvað ég átti að segja. Ég skil ekki hvað ég á erfitt með að muna nöfn.

Þegar ég var á leiðinni til baka í vinnuna eftir búðarferðina flautaði jeppi á mig. Ég sá ekki betur en að þar væri Siggi Þórarins í Stefju. Ég hikaði, vissi ekki hvort ég ætti að bíða eftir að hann legði bílnum eða halda áfram. Rölti áfram en sá eftir því skömmu síðar. Reyndar voru menn að bíða eftir mér þegar ég kom til baka, en það hefði ekki skipt neinu máli þó ég hefði komið 10 mínútum síðar.
Ég hef ekki hitt Sigga síðan ég hætti hjá Stefju fyrir rúmum þremur árum. Ég hef dáldið verið að ræða við vinnufélagana um Stefju enda unnu nokkrir þeirra þar þegar þeir voru að gera lokaverkefni í HR.
Ég drullusé eftir því að hafa ekki beðið og heilsað upp á Sigga. Hef lengi verið með bömmer útaf því hvernig þetta Stefjudæmi endaði.

En mórall sögunnar er að ég kann ekki að rekast á fólk. Ég á vini sem kunna þetta alveg upp á tíu, taka öllum fagnandi og kjaftstoppa ekki sama hvern þeir rekast á. Oft hef ég öfundað þá af þeirri gáfu. Skyldi vera boðið upp á námskeið í þessu?

Ef ég hef rekist á þig og verið eitthvað þurr á manninn, vertu þá viss um að það er ekki þér að kenna, ég kann einfaldlega ekki að rekast á fólk.

dagbók
Athugasemdir

Hulda - 27/10/03 16:38 #

Ég deili þessu vandamáli með þér og ef þú veist um námskeið í þessu í framtíðinni, láttu mig þá vita :) En ég verð nú að gefa sjálfri mér það kredit að ég er öll að koma til - vera easy á þessu

Davíð - 03/11/03 22:15 #

Nokkur nöfn frá Álftanesinu:

Helgi=Bróðir Sifjar Einar Kári=Bróðir Lindu (sem bjöggi er giftur) Dóri Jói=Flutti til Danmerkur Einar Bjarni=Fyllibytta ......var það einhver af þessum?

Matti Á. - 03/11/03 22:18 #

Nei, þetta er gaurinn sem var með henni Tobbu úr Breiðholti.

Davíð - 03/11/03 22:21 #

....what...... Tobba who?

thííí svona erum við nú orðnir gamlir maður... minn!

Munum ekki rassgat!

Matti Á. - 03/11/03 23:16 #

Æi við rifjum þetta upp bráðlega :-)