Örvitinn

Afmæli Gyðu

Mynd af afmælisbarninu

Gyða á afmæli í dag, rétt rúmlega þrítug blessunin. Næstu tuttugu og tvo daga munar þremur árum á okkur hjónum.

Við héldum lítið fjölskylduboð í hádeginu, buðum foreldrum okkar og systkynum í mat. Gyða eldaði súpuna sína sem er afskaplega góð pasta og grænmetissúpa. Einn helsti kostur þessara súpu er hversu góð hún er upphituð. Við eigum sem betur fer slatta af afgöngum.

Keyptum líka brauð með þessu, ég fór í Jóa Fel í morgun og ætlaði að kaupa hvítlauksbrauð en þá var það búið fyrir ellefu í morgun! Ég skaust þá í Hagkaup og keypti hvítlauksbrauðið hans Jóa Fel þar, nýbakað og fínt. Mér finnst það dáldið klúður að vera ekki með vörurnar í aðal búðinni.

Gyða pantaði vasaútvarp í afmælisgjöf og fékk það frá hugmyndasnauðum eiginmanni sínum.

Myndir komnar inn á myndasíðuna. Kolla tók mynd af mér, þessa mynd af ömmu sinni og afa og þessa af þeim ásamt Gyðu.

fjölskyldan
Athugasemdir

Sirrý - 01/11/03 18:49 #

Til hamingju með konuna Matti vona að dagurinn hafi verið góður hjá ykkur.