Örvitinn

Fulham - Liverpool

Djöfull var ég hrikalega stressaður þegar Murphy tók vítaspyrnuna, átti erfitt með að horfa á sjónvarpið. En Murpy kláraði þetta að sjálfsögðu enda örugg vítaskytta (ólíkt Owen) og Liverpool vann 2-1.

Pongolle kom sterkur inn í lokin, vítaspyrnudómurinn óumdeilanlegur, rauða spjaldið einnig.

Ég spái því að Liverpool vinni restina, a.m.k. ætti næsti deildarleikur að vera léttur :-)

boltinn
Athugasemdir

Einar Örn - 02/11/03 23:20 #

Jamm, við verðum meistarar. MEISTARAR! Ef við getum unnið svona leiki, þá er alltaf sjens. En mikið djöfull var þetta erfitt og frústrerandi að horfa á þetta :-)

Matti Á. - 02/11/03 23:37 #

Já ég blótaði mikið yfir leiknum. Þetta byrjaði vel hjá Liverpool og margar sóknir voru vænlegar, Smicer var að virka vel, Murphy gerði ágætis hluti. Markið hjá Heskey var þrælgott, frábær afgreiðsla.

En svo komst Fulham meira inn í leikinn, jöfnunarmarkið var náttúrulega viðbjóður, lítið við því að gera. Í seinni hálfleik pressuðu þeir ansi mikið og þá var ég sannfærður um að Liverpool næði ekki stigi í leiknum.

Owen var hrikalega slakur í dag, gerði akkúrat ekkert af viti fyrir utan það þegar hann skallaði boltann inn á teig og lagði upp færið fyrir Smicer og svo Heskey.

En maður heldur í vonina. Reyndar ekki titilvonina, en meistaradeildarsætisvonina :-)

JBJ - 04/11/03 01:35 #

Tja mér leiðist nú að vera party-pooper en þetta lið er ekkert á leiðina í meistaradeildina.

Á meðan að Malbranque getur labbað með boltann á tánum í kringum leikmenn Liverpool þá eiga þeir að auki ekki séns í Evrópu.

Mínir menn eru reyndar ævintýralega lélegir og eru að baksa í annari deildinni en ég veit það mikið að Liverpool eru ekki topp 5 lið í Englandi eins og er.

Matti Á. - 04/11/03 08:53 #

Þessi sami Malbranque labbaði marga hringi í kringum leikmenn United helgina áður. Menn mega ekki líta framhjá því að Fulham er með marga góða leikmenn, þetta er ekkert aulalið.

Einar Örn - 04/11/03 14:34 #

Flott Jói! Nefndu mér 5 lið, sem eru betri en Liverpool í enska boltanum!!!!

Jói - 04/11/03 18:37 #

Hef reyndar séð lítið af leikjum þannig að ég byggi þetta á takmörkuðu efni EN ef Liverpool eru topp 5 þá er enska deildin skuggalega slöpp :)

Manchester United Arsenal Chelsea Newcastle og svo held ég bara að Charlton séu amk jafngóðir og Liverpool :)

Hins vegar hef ég horft nokkuð á þýska boltann og þar er alveg fantagóður fótbolti í gangi.

Einar Örn - 04/11/03 23:38 #

Ó plís! Charlton og Newcastle?

Á hvaða leik(jum) byggirðu þennan dóm um að Liverpool skuli vera svo skuggalega slappt lið?

Ég skal vel viðurkenna að Liverpool hefur ekki verið að leika vel í öllum leikjunum í vetur. Það að halda því fram að þeir séu ekki einu sinni meðal þeirra 5 bestu er hins vegar rugl!