Örvitinn

Fyrir þremur árum og þrjátíu kílóum

Ég var að gramsa í gegnum stafræna myndaalbúmið áðan og fann þá þessa mynd af mér úr afmælinu hennar Gyðu árið 2000. Þarna er ég eflaust um 114kg. Ágætt að kíkja reglulega á svona myndir til að rifja upp stöðuna. Mér finnst oft hægt ganga, vil komast í betra form, en miðað við hvernig ástandið var er út í hött að vera að svekkja sig á því þó nokkur kíló megi hverfa.

Mynd af mér í nóvember 2000 - 114kg

Mynd af mér þremur árum síðar.

dagbók
Athugasemdir

Einar Örn - 16/11/03 05:24 #

Djöfull ertu feitur maður!!

Djöfull er ég fullur maður!!

Matti Á. - 16/11/03 10:15 #

lol, það er satt - ég var hrikalega feitur.

Djöfull er ég ánægður með þetta fyllerískomment, gott að vita að fleiri en ég kíkja í tölvuna þegar þeir koma heim af djamminu ;-)

Gummi Jóh - 16/11/03 14:48 #

HAHAHA.. Einar fulli!

En þetta er rosalegur munur á þér. Ég gekk í gegnum svipað fyrir svona ári síðan. Fylgdist ekkert með vigtinni enda finnst mér hún bara hefta mann. Er núna um 85kg og finnst það svosem ágætt. Hætti alfarið að drekka kók og pepsi og drasl en gerði lítið af því að hreyfa mig sem ég sé svolítið eftir því að núna er ég bara venjulegur gaur með enga vöðva. :)

Það er næsta mál á dagskrá.

Peningarnir sem fóru annars í nammi og drasl fóru svo í ný föt.

Árni Þór - 16/11/03 15:58 #

Þú ert hetja Matti. Þú ert okkur hinum til fyrirmyndar.. Ég er 105 kíló núna, var 110+, en betur má ef duga skal!!!

Einar Örn - 16/11/03 17:52 #

Ok, hjúkket að þú tókst þessu vel :-)

Það má sennilega deila um skynsemi þess að kommenta hjá öðru fólki þegar maður er fullur að komma af djamminu. :-)

sirry - 16/11/03 18:56 #

Vá hvað þú hefur grenst mikið þú ert Hetja Matti. Nauðsynlegt að skoða gamlar myndir öðru hverju og sjá breitingar.

Matti Á. - 16/11/03 21:40 #

Gummi: Ólíkt þér er ég með þyngdina á heilanum, ég þyngist líka svo hrikalega hratt og fyrirhafnarltið að mér finnst þetta nauðsynlegt til að sjá trendið um leið og það gerist.

Það er nauðsynlegt að hreyfa sig eitthvað. Ein bestur rökin fyrir því að lyfta eru að vöðvar brenna kaloríum, þannig að með því að bæta á sig vöðvum brennir maður meira fyrir framan tölvuna eða sjónvarpið - og játum það bara við eyðum helvíti miklum tíma þannig :-)

Árni: Kosturinn við það að vera yfir 100 kg er að takmarkið er skýrt, nefnilega það að sjá tveggja stafa tölu ;-) Ég var þrjá mánuði að fara úr 110kg niður fyrir 100kg, en þá var ég líka ógeðslega samviskusamur, æfði þrisvar í viku með einkaþjálfara - tvisvar án hans og borðaði ekkert óhollt. Í heilt ár snerti ég ekki óhollan skyndibita (kfc - pepperoni pizzu - franskar). Það var hrikalega gagnlegt að halda matardagbók. En ég er náttúrulega ekki að segja neitt nýtt :-)

Einar: ég veit hvað þú átt við með næturkommentin, hef staðið sjálfan mig að því sama. Sama regla gildir um fyllerísblogg - þau geta verið vond.

Sirrý: Það er nauðsynlegt að skoða gamlar myndir, engin spurning. Okkur hjónum dauðbrá þegar svið sáum þessa mynd, "var ég svona feitur"?