Örvitinn

Requiem for a dream

Requiem for a dream eftir leikstjórann Darren Aronofsky sem gerði hina afskaplega súru kvikmynd Pi og fjallar um afleiðingar fíkniefnanotkunar sem fer úr böndum. Mér þótti Pi full mikið fyrir minn smekk, var ekkert að fíla hana á sínum tíma en þessi er góð.

Myndin er flott, sérstaklega finnst mér áhrifaríkt hvernig Aronofsky notar hljóð og myndendurtekingar til að koma manni inn í hugarástand persónanna. Sérstaklega í tilfelli móðurinnar.

Mæli með myndinni en nenni ekki að skrifa meira :-) Engin sérstök trúleysisstef eru í henni!

kvikmyndir
Athugasemdir

Gummi Jóh - 03/01/04 05:00 #

Var að koma heim úr bænum. Er ekki nærri lagi að kommenta ölvaður á síðu mannsins sem bloggar ölvaður :)

Þessi mynd er snilld,svona gullmoli sem maður veit lítið um og slær í gegn.

Matti Á. - 03/01/04 11:53 #

lol, jú ég fagna öllum kommentum :-)

Ég hef lengi verið að spá í að leigja þessa mynd en hafði heyrt eða lesið að hún væri eitthvað tormelt og trúði því alveg eftir að hafa séð Pi, en svo er hún það alls ekki.

Einar Örn - 03/01/04 14:41 #

Hey, Gummi, þetta var alltof edrú komment hjá þér. Ef menn eru annaðborð að kommenta fullir, þá verður það að vera annaðhvort illa stafsett eða þá innihalda eitthvað, sem menn myndu ekki segja edrú :-)

Gummi Jóh - 07/01/04 12:23 #

Hva.. eru bara komnar reglur um hvað má kommenta ölvaður og hvað ekki ;)

Ég bara er þeirrar náttúru gæddur að verða aldrei piss blind, heldur held ég alltaf sönsum sama hvað reynir. Þannig að ég ölvaður er bara ég nokkuð venjulegur nema stundum öskra ég hluti á fólk sem maður hefði átt að sleppa... en það er önnur saga.