Örvitinn

Lífið er fótbolti

fótbolti í Reykjaneshöll

Fín æfing á gervigrasinu í Laugardal í kvöld, fimmtán mættir - langt síðan mætingin hefur verið svona góð. Ég gat ekki rassgat en fékk þó ágætis hreyfingu út úr þessu. Í gærkvöldi slysaðist ég til að spila fótbolta, var að hita upp á hlaupabretti í Sporthúsinu þegar gaur vatt sér að mér og spurði mig hvort ég væri til í að spila með þeim þar sem það vantaði áttunda mann. Annað kvöld er svo innibolti með hóp úr Landsbankanum og á laugardag innibolti með nokkrum vitleysingum! Þarf að skjótast í ræktina á föstudag og lyfta, hef varla tíma til þess þegar fótboltaprógrammið er svona stíft.

Liverpool voru að spila við Wolves í kvöld og misstu leikinn niður í 1-1 jafntefli þegar venjulegur leiktími var liðinn, hvaða rugl er það? Wolves, látum lið eins og Man United sjá um að tapa stigum á móti svoleiðis liðum. Æi, við fórum þó upp fyrir Newcastle en ættum, ef Liverpool gæti eitthvað, að hafa unnið síðustu tvo leiki og vera í ágætri stöðu í fjórða sæti.

25.-28. mars ætlum við hjónin að skella okkur til London með Badda og Sirrý. Stefnan var tekin á að ég og Baddi myndum sjá Liverpool spila á móti Leicester á Laugardeginum en mér skylst að líklegt sé að leikurinn fari fram á Sunnudegi, ef svo er náum við honum varla. Það kemur í raun ekki í ljós fyrr en í mars hvort við förum á völlinn.

Í apríl er stefnan tekin á Old Trafford að sjá Liverpool leggja United að velli. Það er ekki komið á hreint hverjir fara á leikinn en ég gruna að einhverjir muni ekki tíma að fara.

boltinn
Athugasemdir

sirry - 22/01/04 09:06 #

Æji það er ömurlegt ef þeir ætla að fara að flytja leikin á sunnudaginn þá nái þið ekki á hann nema hann sé um morguninn. Af hverju heldur úrval útsýn að það sé búið að breita honum ? Ég meina það stendur 27 á liverpoolvefnum. Jæja vonum það besta nenni sko ekki að hafa ykkur strákana með í nærfatakaup ;C)

Matti Á. - 22/01/04 09:09 #

Leikurinn verður líklega færður ef Liverpool kemst áfram í UEFA bikarnum, því ef þeir komast áfram er líklegast leikur á fimmtudagskvöldi. Svona breytingar eru oft ekki framkvæmdar fyrr en með tveggja vikna fyrirvara.

Góðu fréttirnar eru þær að við getum vafalítið reddað okkur miða á leikinn í mars ef hann er á laugardeginum.

Ég og Baddi finnum okkur eitthvað annað að gera á laugardeginum, reddumm okkur jafnvel bara miða á einhvern leik í London.

Ingi Fjalar - 22/01/04 19:29 #

Er Naldi ekkert að mæta á æfingar? Er hann eitthvað að þyngjast?

Kveðja Ingi

p.s. Bara að fylgjast með!

Matti Á. - 22/01/04 23:52 #

Ég reyndi að draga hann á æfingu í gær en hann þorði ekki :-) Ég ber þá von í brjósti að hann mæti öflugur næsta miðvikudag.

Skúli - 25/01/04 00:56 #

Sæll aftur. Sértu á leið til Lundúna mæli ég með þessum stað. Ætti að vera hægt að panta núna. ;)