Örvitinn

Ég er "einhver" (komment spam)

Mér líður eins og Navin í The Jerk þegar hann fann nafnið sitt í símaskránni, ég er einhver :-P Rétt áðan komu þrjár athugasemdir frá spammara - ég eyddi þeim út en hef ekki gripið til annara ráðstafana ennþá. Þyrfti að gera eitthvað en til hvers að byrgja brunninn þegar maður getur dundað sér við að klifra upp úr honum? :-P

Annars var ég að velta því fyrir mér, þessu ótengt, að loka einfaldlega á athugasemdir á allar færslur eldri en mánaðar gamlar. Reyndar hef ég stundum gaman að því þegar fólk villist hingað inn og tjáir sig um eldgamlar færslur, en það er svo sjaldgæft að það gerir í raun ekkert til þó ég loki á athugasemdirnar - fólk getur sent mér póst ef það vantar upplýsingar (tja, fólk gæti sent mér póst ef póstfangið væri áberandi á þessari síðu - en ekki bara hér) Held t.d. að Mark Pilgrim sé með svona útfærslu, loki á athugasemdir á gömlum færslum.

vefmál
Athugasemdir

Óli Gneisti - 02/02/04 12:10 #

"Things are gonna start happening to me now"

Matti Á. - 02/02/04 13:58 #

úff, einhversstaðar úti í heimi eru alþjóðasamtök spammara byrjuð að plotta gegn mér :-)