Örvitinn

Shalimar

Fór með Eggert á Shalimar í hádeginu. Þetta er indverskur veitingastaður niðri í bæ við hliðina á Kaffi Austurstræti.

Hræódýr matur og alveg ágætur. Boðið var upp á tvo aðalrétti í hádeginu, lambakjötsrétt og grænmetisrétt. Ég fékk mér bland af báðum og hvítlauksnanbrauð. Þetta var borið fram með krydduðum hrísgrjónum, salati og rhaita. Drakk vatn með, borgaði 1090 fyrir herlegheitin sem telst ekki mikið í dag, eða hvað? Skammturinn var alveg þokkalegur, mér hefði eflaust þótt hann of lítill fyrir nokkrum árum!

Þetta var alveg þokkalegt en samt nokkrum gæðaklösum fyrir neðan Austurlandahraðlestina, tala nú ekki um Austur Indía Fjelagið, sérstaklega þótti mér nan brauðið lítið spennandi borið saman við þá staði. Enda munar líka töluverðu á verðinu.

veitingahús