Örvitinn

Blogg um blogg og ekki neitt

Vildi bara láta vita að ég hef svosem ekkert að segja - þannig talað. Ekki það að ég hafi ekki frá ýmsu að segja, margt merkilegt að gerast - ég segi bara ekki frá því hér og nú. Líklega var þessu núi ofaukið í setningunni á undan.

Það er nefnilega svo merkilegt að þó fólk haldi vefdagbók og skrifi í hana allt mögulegt (og ómögulegt) er ekki þar með sagt að lesendur hafi glóru um það hvað í raun er að gerast hjá þeim sem ritar. Ég hitti til að mynda vin eins bloggara, sem ég þekki ekkert en les þó reglulega, í teiti um daginn og hann fræddi mig um að bloggarinn vinur hans væri fráskilinn. Þetta hafði ég ekki hugmynd um, þrátt fyrir ítarlegan lestur, en gat þó lesið á milli línanna eftirá. Ég er ekki að gagnrýna þann bloggara, ég held að þetta sé ósköp eðlilegt. Held ég myndi samt segja frá því hér, en ýmsu öðru myndi ég vafalítið halda fyrir mig og mína nánustu.

Ég hef fengið nokkrar hugmyndir að bloggi í dag en ekki nennt að skrifa um það heila færslu. Spurning um að taka það saman hér og nú.
Sífellt tal Björns Bjarnasonar um aukið ofbeldi í versnandi heimi virkar á mig eins og ódýr afsökun fyrir stofnun hers, þó hann þurfi að sætta sig við alvopnaða sérsveit. Mikið held ég að BB hafi fagnað líkfundinum fyrir austan og ósköp held ég hann hafi orðið súr þegar í ljós kom að maðurinn var ekki myrtur. En BB hræðir fólk og talar um versnandi heim og aukið ofbeldi. Ég ætla að spá fram í tímann. Innan við tíu árum eftir stofnun íslensku sérsveitarinnar mun einhver sérþjálfaður meðlimur hennar myrða samborgara sinn með skotvopni sem lögreglan útvegaði honum.
Lögreglunemarnir sem klöguðu félaga sinn fyrir að ríða dömu undir borði á Hverfisbarnum eru ekki vænlegar löggur í mínum huga - gátu þeir ekki rætt við vininn og sagt "svona gerir maður ekki"!
Nauðsynlegt er að koma því á framfæri að ég leysi vind eftir hafrapúðaát, næstum því jafn mikið og eftir hafragrautsát. Það er vit í þessu þar sem haframjölið og púðarnir eru frá sama framleiðanda.
Talandi um prump, þá finnst mér alltaf jafn merkilegt þegar fólk lætur eitthvað blogg fara í taugarnar á sér, tuðar um það hversu mikið tuð er á því bloggi, hversu leiðinlegur bloggarinn er og svo framvegis. Dettur þessu fólki ekki í hug að hætta bara lestrinum? Það geri ég, þó ég lesi næstum allt sem hreyfist, þá sleppi ég því bara að kíkja á það sem pirrar mig, þar til mér líður betur.

En ég hef ekkert að segja.

dagbók
Athugasemdir

Hildur Pildur - 03/03/04 14:33 #

Sko þú ert bara eins og góður sársauki...manni finnst þú pirrandi en getur ekki sleft því að láta þig fara í taugarnar á sér...Pældu í valdi!! Hildur ;)