Örvitinn

Sjónvarpsleikur og æfing í kvöld

Liverpool er að spila við Levski Sofia í UEFA birkanumí kvöld og leikurinn er sýndur beint á Five. Ég stefni á að kíkja á leikinn á Ölver og bruna svo á æfingu hinum megin í Laugardalnum strax að leik loknum. Verð bara að vona að leikurinn fari ekki í framlengingu því ég sleppi frekar framlengingu en æfingu.

Annars skrifa ég af einhverjum ástæðum afskaplega lítið um Liverpool þessa dagana - skil ekki hvað veldur!

boltinn
Athugasemdir

Einar Örn - 03/03/04 17:56 #

Magnað!! Einsog Liverpool hefur nú gengið yndislega vel þetta tímabil.

Ótrúlega skrítið að manni langi ekki að skrifa um liðið á hverjum einasta degi.

Matti Á. - 03/03/04 17:57 #

Já, ég syng bara þegar við vinnum :-)

Skúli - 03/03/04 23:06 #

Þá getum við loksins sungið. :) :o :0 :O :D

Matti Á. - 03/03/04 23:43 #

Loksins :-)

Annars var leikurinn í kvöld eiginlega búinn eftir fimmtán mínútur, þegar Liverpool hafði skorað tvö mörk, restir var formsatriði. Ágætis skemmtun þrátt fyrir það, hamborgarinn á Ölver var skítsæmilegur og bjórinn fínn.

Reykingarfnykurinn óþarflega mikill miðað við að staðurinn var ekki þétt setinn.

Af æfingunni er svo það að segja að mætingin var óvenjudræm, ekki nema ellefu sem mættu. Veðrið stórfínt og ég spilaði í stuttbuxum úti í fyrsta sinn á árinu. Þetta var æfingarskýrsla vikunnar.