Örvitinn

Lundúnaferð

Það styttist í að við förum til London, flúgum út á fimmtudagsmorgun, komum heim á sunnudagskvöldi.

Á fimmtudagskvöldið kíkjum við á Derren Brown á sviði í Ascroft leikhúsinu í Croydon.
Vorum að staðfesta miða á Chelsea-Wolves á laugardeginum, ég og Baddi förum á völlinn meðan Gyða og Sirrý versla.
Stefnum á að kíkja í British Museum á sunnudaginn.

Annað er óráðið held ég, ef veður leyfir förum við eflaust í skoðunarferð um borgina. það hlýtur að vera hægt að gera eitthvað í London :-)
Síðast þegar ég fór til London, fyrir fjórum árum, gerði ég ekkert af viti annað en að kíkja á ECTS og rölta um Oxford stræti með Eggert og versla barnaföt!

dagbók
Athugasemdir

Sirrý - 23/03/04 12:16 #

Ég er farin að hlakka mikið til og er viss um að við finnum okkur einhvað að gera í London við getum alla vega drukkið bjór ef við finnum ekkert annað. Mikið er ég annars glöð með það að þið farið á völlinn, hefði verið til í að fara með en langar meira í buxur svona er maður skrítin.

Gyða - 23/03/04 12:43 #

já annars hefðu þeir alveg eyðilagt stelpudaginn okkar :-Þ En jú mig hlakkar hrikalega mikið til. Vonandi fer veðrið að batna í London og þá verður ógeðslega gaman nú ef ekki þá hlaupum við bara á milli búða og pöbba :-) og það verður líka ógeðslega gaman.

Binni - 24/03/04 00:53 #

Ég mæli með aftansöng í Sankti Pálskirkju kl. 5 síðdegis á föstudeginum og vakningarsamkomu (Breakthrough Night!) hjá blökkuleiðtoganum Pastor NAB í Vineyard-kirkjunni í suð-austurhluta borgarinnar um kvöldið kl. 8!