Örvitinn

Nikon D70 umsögn á dpreview

dpreview er sú síða sem ég skoða hvað mest þessa dagana, sérstaklega Nikon D70 forumið.

dpreview hefur loks birt umsögn sína um Nikon D70. Umsagnir dpreview eru vandaðar og iðulega er vitnað til þeirra á öðrum síðum.

Af mér er það að frétta að ég er sífellt að læra eitthvað nýtt. Í morgun sótti ég kúrfu sem ég uploadaði í vélina. Er að ná betri tökum á þessu en það má segja að þó ég hafi þekkt hugtökin sé ég fyrst núna að læra að beita þeim þegar maður er kominn með alvöru vél. Umsögnin er jákvæð:

There's not much more for me to add other than I am very pleased to see Nikon stepping up with a quality camera which doesn't compromise on build quality, feature set or image quality and yet offers superb value for money. There's no risk involved in the D70's slightly higher price compared to the EOS 300D (Digital Rebel), it's absolutely worth it.

græjur
Athugasemdir

Ketill - 31/05/04 00:09 #

sæll,

gerðu mér greiða, segðu mér hvernig þú uploadar þessar kúrfu á myndavélina

Matti Á. - 31/05/04 00:25 #

Nicon Capture Camera Control heitir forritið sem ég nota. Það er hægt að nota það ókeypis í 30 daga en eftir það þarf að borga einhvern helling fyrir það.

Þurfti að breyta USB stillingu í P í stað M til að fá þetta forrit til að virka, ég nota annars M þegar ég er að flytja myndir yfir í Windows 2000.

ketill - 31/05/04 02:41 #

þannig að þetta er ekki forrit sem þú downloadar í Nikoninn sjálfan ? þegar ég flyt myndirnar yfir, þá tek ég bara diskinn úr og set í tölvuna og skelli í folder.

Matti Á. - 31/05/04 10:48 #

Nei, þetta er forrit fyrir PC eða Mac sem maður getur m.a. notað til að færa kúrfur yfir ímyndavélina. Þetta er hluti af Nikon Capture pakkanum sem inniheldur m.a. Nicon Capture Editor forritið sem maður getur notað til að edita RAW myndir. Þetta fylgdi reyndar ekki með myndavélinni, ég sótti forritið af heimasíðu Nikon í Evrópu. Útgáfa 4.1 styður Nikon D70.

ketilll - 31/05/04 18:06 #

OK, er þetta e.h. sem er mun skemmtilegra en Photoshop t.d. ? ég er með D100 og hef stundum ekki verið ánægður með lýsinguna í henni þótt svo þetta séu frábærar vélar. veistu hvort þetta finnst hakkað á netinu ?

Matti Á. - 31/05/04 23:55 #

Veit ekki hvort þetta er skemmtilegra, en meðhöndlun á RAW myndum er mjög öflug, ýmsir á dpreview foruminu vilja meina að þetta mun betra en PS að því leyti. Ég veit ekki hvort þetta finnst hakkað en ég er nokkuð viss um að þú getur fundið serial númer ef þú leitar vel.

Það getur verið sniðugt að skella kúrfu í vélina, sérstaklega ef þér finnst að myndir séu of dökkar, flestar kúrfurnar "lyfta" miðjunni á kúrfunni og birta því myndirnar aðeins.